Fara í efni

Auglýsing um skipulagslýsingu vegna deiliskipulags á landi Hvítaness í Kjósarhreppi

Deila frétt:

Kjósarhreppur auglýsir skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýsing um skipulagslýsingu vegna deiliskipulags á landi Hvítaness í Kjósarhreppi

Gerð hefur verið svokölluð skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar deilsikipulagsvinnu á landi Hvítaness í Kjósarhreppi. Á fundi sveitarstjórnar Kjósarhrepps þann 3. nóvember 2021 var samþykkt að kynna skipulagslýsinguna í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tilefni deiliskipulagsbreytinganna eru áform eigenda eyðibýlisins Hvítaness hafa hug á að byggja jörðina að nýju sem lögbýli og hefja á henni skógrækt. Skilgreindar verða lóðir fyrir nýbyggingar á jörðinni. 

Í gildi er aðalskipulag Kjósarhrepps 2017-2029. Ekki er til deiliskipulag fyrir skipulagssvæðið.

Samkvæmt aðalskipulagi er jörðin Hvítanes landbúnaðarland í flokki III, blandað ræktunarland.

Ekki verður gerð breyting á landnotkun Hvítaness. 

Skipulagslýsingin verður til sýnis í anddyri hreppsskrifstofu  Kjósarhrepps í Ásgarði frá og með fimmtudeginum 4. nóvember 2021 til og með 19. nóvember 2021.  Tillögurnar verða jafnframt birtar á heimasíðu Kjósarhrepps, kjos.is.    

Athugasemdir eða ábendingar vegna skipulagslýsingarinnar  skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 19. nóvember 2021.  Póstlagðar athugasemdir berist á skrifstofu Kjósarhrepps að Ásgarði Kjós, 276 Mosfellsbæ, eða með tölvupósti á netfangið  skipulag@kjos.is

Eftir kynningu á skipulagslýsingunni verður fjallað um deiliskipulagið og það kynnt samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010.

 

Kjósarhreppur  4.11. 2021

Skipulagsfulltrúi Kjósarhrepps