Viðburðir
6. desember
Hinn árlegi aðventumarkaður verður haldinn í Félagsgarði laugardaginn 6. desember 2025 á milli 12 og 16. Að venju verður mikið úrval af kræsingum og handverki. Má þar nefna sem dæmi, tví taðreykt hangikjöt, nautakjöt, sörur, humarsúpu, kransa og fleira fallegt handverk. Kvenfélag Kjósarhrepps sér um kaffiveitingar (kaffihlaðborð) og rennur allur ágóði til góðar mála.
Hinn árlegi jólaskógur verðurað Fossá sama dag, svo það er um að gera að ná sér í jólatré í leiðinni.
Verið velkomin í Kjósina á aðventunni, Fjölskyldu- og menningarnefnd Kjósarhrepps.
11. desember
Eldri borgurum í Kjósinni er boðið til árlegrar jólasamveru fimmtudaginn 11. desember klukkan 13:00 í Ásgarði. Kvenfélagið framreiðir dýrindis jólahangikjöt og meðlæti í boði Kjósarhrepps. Gaman væri ef sem flestir sæju sér fært að mæta, gott tækifæri til að hitta gamla félaga og njóta samverunnar. Skráning er hjá Jóhönnu í Káraneskoti í síma 864-7029 eða á netfangið: johanna@kjos.is í síðasta lagi 8. desember nk. Boðið verður upp á akstur fyrir þá sem þess óska.