Fara í efni

Hvítasunnudagur 31.maí - Göngumessa. Frá Brautarholtskirkju kl. 13 að útialtarinu við Esjuberg

Á hvítasunnudag 31. maí verður göngumessa sem hefst í Brautarholtskirkju kl.13.
Þaðan er gengið fjöruna að Fólkvangi.
Við Fólkvang er hægt er að koma inn í gönguna kl.14.
Þá er gengið sem leið liggur að Esjurótum og gamla þjóðleiðin þrædd að útialtarinu við Esjuberg. Þangað er áætlað að koma kl.15.30.
Þar verður boðið upp á kaffi og kleinur. Akstur er í boði að Fólkvangi eða Brautarholtskirkju fyrir þau sem þurfa.

Kórinn og Ómar organisti syngja vorblíðuna inn í hjörtun.

Sóknarprestur leiðir gönguna ásamt formanni og varaformanni sóknarnefndar Brautarholtssóknar, Birni Jónssyni og Sigríði Pétursdóttur.

Hvítasunnan er hátíð heilags anda og íhugað verður á göngunni hvernig andinn og andardrátturinn nærir frið í sál og sinni. Gengið er í anda pílagrímsins sem íhugar ferðalag lífsins á göngu sinni, lifir hvert skref og tekur eftir fuglum og táknum himins og jarðar sem birtast hið ytra og innra.

Verið velkomin að vera með allan leiðarpartinn, að hluta eða bara koma í kaffið og kleinurnar við útialtarið.

Hlustaðu bara hvert andinn leiðir þig þessa hvítasunnu

Til baka
Deila viðburði