Fræðslukvöld – og skráning á folaldasýningu hjá Adam í Kjós.
Þriðjudagskvöldið 22. nóvember kl. 20 í Kaffi Kjós við Meðalfellsvatn, mun Erling Sigurðsson, reiðkennari með miklu meiru, verða gestur Adams á fræðslukvöldi. Auk þess að fjalla um þjálfun í upphafi vetrar mun Erling fræða gesti um stólpagæðinginn og kynbótahestinn Adam frá Meðalfelli. Kjósverjar fjölmennið! og annað skemmtilegt fólk velkomið. Aðgangseyrir aðeins kr.500
Laugardaginn 6. desember, kl. 14 fer fram folaldasýning Adams í Boganum á Þúfu í Kjós. Þátttakendur eru beðnir að skrá folöld sín sem fyrst. Upplýsingar um nafn folalds, lit, nafn föður og móður, sendist á netfangið: bjossi@icelandic-horses.is Vinsamlega mætið tímanlega. Skráningargjald er kr 1500 á folald, sem greiðist á staðnum. Þar sem þetta er fyrsta uppákoman í Boganum, munu bændurnir á Þúfu bjóða upp á léttar veitingar. Það verður kátt í sveitinni eins og svo oft. Sjá nánar á www.kjos.is
Höfum gaman saman, Adam.