Fara í efni

Þjónustuskilti fyrir Kjósarhrepp

Deila frétt:

Hafinn er undirbúningur að gerð kynningar- og upplýsingaskilta fyrir ferðafólk sem heimsækir Kjósarhrepp eða Hvalfjarðarsveit. Skiltin verða sett upp við akstursleiðir inn í sveitarfélögin.  Þar gefst kjörið tækifæri á að vekja athygli ferðamanna á hugsanlegum viðkomustöðum og þeirri þjónustu sem í boði er á hverjum stað.

Á skiltunum verður kort af sveitunum tveim og  Hvalfirðinum.  Á þau verða merktir staðir sem þykja einstakir vegna náttúrufars eða sögu. Þjónustuaðilar á svæðunum fá einnig tækifæri til að merkja sig inn á kortin og skrá þjónustu sína á sérstakan þjónustulista.

Hver þáttakandi fær merkta staðsetningu sína inn á kortin og getur bent á þjónustu og tengiliði eftir því sem við verður komið.

Þeir sem hafa áhuga á að vera með eða fá nánari upplýsingar, vinsamlegast hafi samband við skrifstofu Kjósarhrepps  5667100 eða sendið  tölvupóst á oddviti@kjos.is  í síðasta lagi þriðjudaginn 29. mars.   Þátttökugjald er aðeins 10 þúsund krónur.

 

Nokkrir aðilar hafa þegar ákveðið að vera með og viljum við hvetja fleiri til að nýta sér þetta einstaka tækifæri.

 

Oft vantar efni á heimasíðuna til að hún geti verið  lifandi og skemmtileg, sendið endilega inn skemmtilegt efni eða fréttir á oddviti@kjos.is og það birtist á www.kjos.is