Frá aðalfundi FSM
Aðalfundur Félags sumarbústaðaeigenda við Meðalfellsvatn var haldinn 2. maí s.l. í Kaffi Kjós. Um fimmtíiu manns komu á fundinn.
Auk skýrslu stjórnar og reikninga félagsins voru helstu mál þessi: * Hitaveitumál. Oddviti gerði grein fyrir því að fundist hefði æð í landi Möðruvalla. Verið er að semja við landeigendur um áframhaldandi rannsóknir. Ljóst verður í haust hvort virkjanlegt er. * Breytingar á fyrirkomulagi á gámaplani. Planið verður nú aðeins opið fjórum sinnum í viku (sjá á www.kjos.is). * Aðgangur að köldu vatni. Í nokkrum bústöðum eru erfiðleikar með kalt vatn. Oddviti benti eigendum á að leita úrlausna hjá jarðeigendum.
Stjórn félagsins var endurkjörin, nema að úr henni gekk Hrönn Hallgrímsdóttir, en í hennar stað var kjörin Valborg Ingólfsdóttir. Listi yfir stjórnarmenn er hér til hliðar.