Opinn íbúafundur á bókasafnskvöldi í Ásgarði.
25.11.2013
Deila frétt:
Opinn íbúafundur verður á miðvikudagskvöldið 27. nóvember kl. 20. Á fundinum verður gerð grein fyrir helstu rekstrartölum Kjósarhrepps rekstrarárið 2013 og áætlun rekstrar á árinu 2014. Önnur málefni.
Íbúar eru hvattir til að mæta og ræða þau mál er brenna helst á þeim.
Minnt er á aðventumarkaðinn sem verður 7. desember 2013 í Félagsgarði milli kl 13:00 og 17:00
Íbúar eru hvattir til koma með framleiðsluvörur sínar eða nýjar hugmyndir að framleiðsluvörum á markaðinn, landbúnaðarvörur, handverk eða annað.
Þeir sem hafa áhuga á að vera með er bent á að hafa samband við skrifstofu hreppsnins sem fyrst í s. 5667100 og mail oddviti@kjos.is. Nánari upplýsingar á www.kjos.iser nær dregur.