Tilkynning til eigenda fasteigna í Kjósarhreppi
Álagningarseðlar fasteignagjalda verða sendir út á næstu dögum, útprentaðir að þessu sinni en einnig birtir rafrænt á upplýsinga- og þjónustuveitunni www.island.is.
Fasteignagjöldin skiptast á fimm gjalddaga 1. mars, 1. maí, 1. júlí, 1. september og 1. nóvember. Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga. Sé fjárhæð undir kr. 30.000 þá er gjalddaginn 1. mars.
Aðeins fyrsti greiðsluseðillinn verður sendur með álagningarseðlinum en þeir seinni ekki nema þess verði sérstaklega óskað við skrifstofu Kjósarhrepps í s. 5667100 eða á netfangið gudny@kjos.is Greiðsluseðlar verða settir í innheimtu í heimabanka viðkomandi fasteignareigenda.
Veittur verður afsláttur af fasteignaskatti íbúðarhúsnæðis til tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega. Skilyrði er að eiga þar lögheimili og vera þinglýstur eigandi.
Hægt er að skoða reglurnar og tekjumörkin á www.kjos.is undir „Samþykktir og gjaldskrár“ Reglur um tekjutengdan afslátt að fasteignaskatti.