Fara í efni

Auglýsing á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029

Deila frétt:

Kjósarhreppur auglýsir skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Auglýsing á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029

Sveitarstjórn Kjósarhrepps samþykkti á fundi sínum 7. apríl 2021 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029, skv. 31. gr. skipulagsnaga nr. 123/2010.

Í breytingunni felst að breyta landnotkun á hluta landbúnaðarsvæðis í landi Eyrarkots, í verslunar- og þjónustusvæði, frístundabyggð og íbúðarbyggð. Enn fremur að auka við skilgreiningu opins svæðis (OP6).

Eyrarkot afmarkast af Eyri sunnan- og austanverðu, Útskálahamri að vestanverðu og Hvalfjarðareyri að norðanverðu. Land hallar nokkuð á móti norðri og niður að sjó.

Skipulagstillagan mun liggja frammi hjá Skipulagsstofnun og verður til sýnis í anddyri hreppsskrifstofu  Kjósarhrepps í Ásgarði frá og með fimmtudeginum 8. apríl 2021 til og með 31. maí 2021 og verður auk þess aðgengileg á heimasíðu Kjósarhrepps, kjos.is.    

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn frestur til mánudagsins 31. maí n.k. til að gera athugasemdir við skipulagstillöguna. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu Kjósarhrepps að Ásgarði Kjós, 276 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti á netfangið skipulag@kjos.is

Skipulagslýsing

Kjósarhreppur 8.4. 2021

Skipulagsfulltrúi Kjósarhrepps