Fara í efni

Auglýsing um skipulagslýsingu vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029

Deila frétt:
Yfirlitsmynd
Yfirlitsmynd

Kjósarhreppur auglýsir skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Auglýsing um skipulagslýsingu vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029

 

Gerð hefur verið svokölluð skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 .
Á fundi sveitarstjórnar Kjósarhrepps þann 21. október 2020 var samþykkt að kynna skipulagslýsinguna í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fyrirhugað er að breyta aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029, þ.e. breyta landnotkun á hluta landbúnaðarsvæðis í landi Eyrarkots í verslunar- og þjónustusvæði, frístundabyggð og íbúðarbyggð.

Enn fremur að auka við skilgreiningu opins svæðis (OP6). Eyrarkot afmarkast af Eyri sunnan- og austanverðu, Útskálahamri að vestanverðu og Hvalfjarðareyri að norðanverðu. Land hallar nokkuð á móti norðri og niður að sjó.

Skipulagslýsingin verður til sýnis í anddyri hreppsskrifstofu  Kjósarhrepps í Ásgarði frá og með fimmtudeginum 29. október 2020 til og með 9. nóvember 2020.  Skipulagslýsingin verður jafnframt birt á heimasíðu Kjósarhrepps, kjos.is.    

Athugasemdir eða ábendingar vegna skipulagslýsingarinnar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 16. nóvember 2020.  Póstlagðar athugasemdir berist á skrifstofu Kjósarhrepps að Ásgarði Kjós, 276 Mosfellsbæ, eða með tölvupósti á netfangið  skipulag@kjos.is

Skipulags lýsing

Kjósarhreppur 27.10. 2020

Skipulagsfulltrúi Kjósarhrepps