Fara í efni

Breyting á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 og tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar Brekkna, Möðruvelli 1, Kjósrhreppi.

Deila frétt:

Breyting á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 og tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar Brekkna, Möðruvelli 1, Kjósrhreppi.

Sveitarstjórn Kjósarhrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. júlí 2022 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 skv. 1. mgr. 30 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða er auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar Brekkna, Möðruvelli 1, skv. 1. mgr. 41 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi

Um er að ræða breytingu landnotkunar á hluta frístundabyggðar Möðruvalla 1, þar sem breyta á hluta frístundabyggðar F15c í íbúðarbyggð ÍB5b. Fyrirhuguð íbúðarbyggð nær til lóða Brekkna 1, 2 og 8 ásamt aðkomuveg að lóðunum. Auk þess á að breyta afmörkun iðnaðarsvæðis I2 í landi Möðruvalla 1. Þar er um er að ræða leiðréttingu á afmörkun iðnaðarsvæðis, til samræmis við samþykkt deiliskipulag athafnasvæðis í landi Möðruvalla (Landlínur ehf, 2016), sem nær að mörkum frístundabyggðar F15c.

Markmið skipulagsbreytingarinnar er m.a. að svara aukinni eftirspurn fyrir lóðir í dreifbýli nálægt höfuðborgarsvæðinu í samræmi við áherslur sveitarstjórnar um eflingu byggðar í Kjós og fjölgun íbúa á skipulagstímabilinu með því að tryggja að til staðar sé gott framboð íbúðarlóða.

Tillaga að breytingu deiliskipulags frístundabyggðar

Fyrirhuguð breyting deiliskipulagsins varðar að breyta þremur lóðum úr frístundalóðum í íbúðarlóðir. Þær lóðir eru Brekkur 1, 2 og 8. Breytingin varðar aðeins skipulagsuppdráttinn, þ.e. engar breytingar eru gerðar á skilmálum deiliskipulagsins.

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis í anddyri hreppsskrifstofu  Kjósarhrepps í Ásgarði frá og með 6. júlí 2022 til 19. ágúst 2022.  Tillögurnar verða jafnframt birtar á heimasíðu Kjósarhrepps, kjos.is.    

Athugasemdir eða ábendingar vegna deiliskipulagstillögunnar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 19. ágúst 2022.  Póstlagðar athugasemdir berist á skrifstofu Kjósarhrepps að Ásgarði Kjós, 276 Mosfellsbæ, eða með tölvupósti á netfangið  skipulag@kjos.is

Kjósarhreppur  05.07. 2022, Skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps