Fara í efni

Aðventumarkaður í Kjós 2020

Deila frétt:
Aðventumarkaður í Kjós
Aðventumarkaður í Kjós

Breytt snið á árlegum aðventumarkaði

Breytt snið verður á árlegum aðventumarkaði í Kjós vegna Covid-19 og bjóða nú söluaðilar fólki að versla beint frá bónda.

KIÐAFELLS TVÍREYKT HANGIKJÖT
Kiðafells tvíreykt hangikjöt

Sigurbjörn  og Bergþóra verða eingöngu með tvíreykta sauða- og lambakjötið til sölu heima að Kiðafelli 2.
Fólki er velkomið að koma á laugardögum og sunnudögum á milli kl. 12-16 næstu helgar á meðan eitthvað er til.

Á öðrum tímum eftir samkomulagi S. 8966984 Facebook

 

SOGN HOLDANAUTAKJÖTSOGN HOLDANAUTAKJÖT

Úrvals Holdanautakjöt til sölu, beint frá Bónda. 
Snorri og Sveina eru með safaríkar jólasteikur frá kjötvinnslunni sinni, Sogni Holdanautakjöt. 

Opið alla daga fram að jólum.  Facebook

 

HÁLS Í KJÓS 

Háls í KjósGRASFÓÐRAÐ HOLDANAUT AF ANGUS-GALLOWAY KYNI
Við seljum allt okkar nautakjöt í verslun á Hálsi og leggjum okkur fram við að bjóða sem fjölbreyttast úrval af nautakjöti. 
Grasfóðrað Nautakjöt, beef jerky, nautapylsur, Hamborgarar og ljúffengar jólasteikur.  

Opið allar helgar fram að jólum. 

Opnunartímar: Föst.16 - 19, Lau og Sun 14-18 Facebook Heimasíða

 

 

STELLA Í KÁRANESI

Handunnin jólakort og handsaumaðir jólasokkar til sölu hjá Stellu í Káranesi. 
Hægt að hafa samband í síma 861 7075 og á netfangið stella@karanes.is  

Handunnin jólakort    Handsaumaðir jólasokkar

 

VINDÁSHLÍÐ - HIN ÁRLEGA JÓLATRÉSALA 

VINDÁSHLÍÐ - HIN ÁRLEGA JÓLATRÉSALA

Hin árlega jólatrésala Vindáshlíðar sem vera átti um helgina hefur verið aflýst,
hægt er að fylgjast með á síðu Vindáshlíðar hvenær hún verður Facebook

 

 

 

 

 

JÓLATRJÁASALA Á FOSSÁ Í HVALFIRÐI

Nánari upplýsingar hér Jólatré