Fara í efni

Jólatrjáasala á Fossá í Hvalfirðinum

Jólatrjáasala á Fossá í Hvalfirðinum.

Jólatrjáasala verður á Fossá í Hvalfirði 12. og 13. desember milli kl 11:00 og 15:00

Einstaklingum sem og starfsmannafélögum eða öðrum hópum gefst nú, eins og undanfarin ár, frábært tækifæri til að koma að Fossá í Kjós og ná sér í jólatré. 
Jólatré sem seld eru að Fossá kosta aðeins 6.000 kr. allt að 2,5. metrum.

Þegar komið er að Fossá er hægt að fá lánaða sög og leiðbeiningar starfsfólks um hvar megi sækja tré og hvernig bera skuli sig að. (Þeir sem eiga góða sög eru hvattir til að taka hana með sér).
Þegar tréð hefur verið valið og fellt færðu aðstoð við að pakka því inn í net sé þess óskað Hægt er að greiða fyrir tréð/ trén hvort sem er með peningum, korti eða leggja beint inn á Fossárfélagið.
Öll vinna við sölu trjánna er unnin í sjálfboðavinnu og er afrakstur sölunnar notaður til að til að gróðursetja fleiri tré á Fossá og styrkja svæðið enn frekar sem útivista svæði. Skógurinn að Fossá er opinn skógur og allir velkomnir að njóta hans árið um kring.

Til baka
Deila viðburði