Fara í efni

Gámar fyrir landbúnaðarplast tæmdir

Deila frétt:
Landbúnaðarplast
Landbúnaðarplast

Föstudaginn 30. ágúst nk. ætlar Gámaþjónustan að tæma gámanna sem eru eingöngu ætlaðir undir landbúnaðarplast.


Því miður hefur borið á því að ekki er einungis landbúnaðarplast í gámunum, það hefur í för með sér mikinn viðbótar kostnað fyrir sveitarfélagið.

Í samvinnu við Gámaþjónustuna verður farið af stað með átak sem hefst nú við næstu tæmingu þann 30. ágúst nk. þá verður innihald gámanna kannað áður en þeir eru tæmdir, ef þeir standast ekki þær kröfur sem gerðar eru um innihald samkvæmt leiðbeiningum um söfnun á landbúnaðarplasti, að mati bílstjóra Gámaþjónustunnar þá verður viðkomandi gámur ekki losaðir heldur skráður niður og í kjölfarið farið yfir málið með viðkomandi.

Í leiðbeiningarbæklingi frá Gámaþjónustunni er vel farið yfir atriði varðandi frágang og hvað megi fara í gámanna. 

Þeir sem EKKI þurfa að láta tæma hjá sér núna vinsamlega látið vita í tölvupósti kjos@kjos.is eða hringja á skrifstofu hreppsins, s: 566-7100 , opið: 10-15.

Gott samstarf við bændur er lykilatriði til þess að vel takist til. 
Starfsmenn Gámaþjónustunnar munu gefa bændum góð ráð varðandi söfnunina.
Vinnum vel saman og minnkum urðun endurvinnsluefna.

Með góðum kveðjum.
Hreppsnefnd og Umhverfisnefnd Kjósarhrepps