Fara í efni

Íbúafundur Kjósverja - ATH breytt dagsetning

Deila frétt:

Valkostagreining vegna sameiningar sveitarfélaga

Íbúum Kjósarhrepps er boðið til íbúafundar þriðjudaginn 22. júní til að ræða mögulega sameiningarvalkosti.

Fundurinn fer fram í Félagsgarði og hefst kl. 20 og er áætlað að honum ljúki um kl. 21.30.

Á fundinum verður farið yfir stöðu Kjósarhrepps, rætt hvort sveitarfélagið eigi að fara í sameiningarviðræður og kynntir þeir sameiningarkostir sem greindir hafa verið. Íbúum gefst tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og spyrja spurninga.

Í ljósi samkomutakmarkana er mikilvægt að vita hve margir íbúar mæta á hvern fund. Þeir sem ætla að mæta á staðinn þurfa að skrá sig fyrirfram hér á vefnum.

Skrá mig á fundinn

Fundinum verður einnig streymt á Facebook síðu Kjósarhrepps. Slóð á fundinn verður einnig aðgengileg á kjos.is. Þátttakendur í fundarsal og þeir sem fylgjast með rafrænt geta sent spurningar og ábendingar í gegnum samráðsforritið menti.com

Fundarfólk, bæði í Félagsgarði og þeir sem heima sitja, er því beðið um að hafa síma, snjalltæki eða tölvu við höndina. 

Vinsamlegast mætið með grímu í Félagsgarð.