Fara í efni

Kynning á lýsingu á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps í landi Möðruvalla

Deila frétt:

Sveitarstjórn Kjósarhrepps  auglýsir samkvæmt 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsingu  á breytingartillögu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017 - Skilgreining athafnasvæðis  í tengslum við hitaveituframkvæmdir.                                                                                                                            

 Lýsingargögn  og drög  að umhverfisskýrslu verða kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum þann 1 og 8 febrúar 2016  með opnu húsi á skrifstofu Kjósarhrepps á milli kl. 13-18 að Ásgarði.  Gögnin  eru jafnframt aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.kjos.is.  Ábendingum við efni lýsingarinnar skal skila fyrir 10. febrúar 2016 á skrifstofu sveitarfélagsins eða á jon@kjos.isSkoða hér  og hér

 

Jón Eiríkur Guðmundsson

Skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps.