Fara í efni

Laust starf hjá Kjósarhreppi á endurvinnsluplani

Deila frétt:
Endurvinnsluplanið við Hurðarbaksholt
Endurvinnsluplanið við Hurðarbaksholt

Kjósarhreppur auglýsir eftir viðbótar starfsmanni á endurvinnsluplan fyrir sorp í Kjósinni auk annarra verkefna sem lúta að sorphirðumálum.

Starfið er hlutastarf, 30-50%, eftir samkomulagi.
Opið er á miðvikudögum, laugardögum og sunnudögum, opnunartími kann að breytast.  Annar starfsmaður vinnur einnig á planinu.

Helstu verkefni:

  • Annast opnun og lokun plansins.
  • Annast gjaldtöku á planinu.
  • Fylgjast með sorpflokkun á planinu og tryggja góða nýtingu gáma.
  • Annast þrif og gott útlit á planinu.
  • Leiðbeiningar til íbúa og frístundahúsaeigenda um flokkun.
  • Eftirlit með sorpflokkun frá heimilum, fyrirtækjum og frístundabyggðum.
  • Almenn sorphirðumál í sveitarfélaginu.

Hæfniskröfur:

  • Jákvæðni og samskiptahæfni.
  • Áhugi á umhverfismálum.
  • Stundvísi, sveigjanleiki og nákvæm vinnubrögð.
  • Íslensku- og enskukunnátta.

Umsóknir skulu berst í gegnum heimasíðu Kjósarhrepps:  
Störf í boði

Umsóknarfrestur er til og með 30. júní 2020.
Kjósarhreppur hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Oddviti í síma 566-7100.
Netfang: oddviti@kjos.is