Fara í efni

Starfsmaður óskast á skrifstofu Kjósarhrepps

Starfsmaður óskast á skrifstofu Kjósarhrepps.Kjósarhreppur

Sveitarfélagið Kjósarhreppur óskar eftir öflugum og drífandi starfsmanni í 60% starf.
Skrifstofan sinnir verkefnum fyrir sveitarsjóð Kjósarhrepps, Kjósarveitur ehf og Leiðarljós ehf.
Upplýsingar um sveitarfélagið Kjósarhrepp og dótturfyrirtækin má finna á www.kjos.is

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Greiðsla reikninga
 • Aðstoða við skjalavörslu
 • Upplýsingagjöf til íbúa og annarra viðskiptavina
 • Símsvörun
 • Önnur tilfallandi verkefni 

Hæfnikröfur

 • Stúdentspróf eða sambærileg menntun er skilyrði.
 • Þekking á Microsoft Dynamics 365 Business Central (NAV) og OneSystems skjalakerfi er kostur. 
 • Góð almenn tölvukunnátta og færni í Excel er æskileg.
 • Góð íslenskufærni, nákvæm og öguð vinnubrögð. 
 • Rík þjónustulund, jákvæðni og samskiptahæfni. 
 • Frumkvæði og sjálfstæði.

Íbúar Kjósarhrepps eru um 250, skrifstofa sveitarfélagsins er staðsett í Ásgarði.
Þrír starfsmenn vinna á skrifstofu sveitarfélagsins í dag.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni.

Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Karl Magnús Kristjánsson í síma 566 7100. Um framtíðarstöðu er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað.

Umsóknarfrestur er til og með 1.2.2021.

Sækja um starf 

Getum við bætt efni þessarar síðu?