Fara í efni

Samráð vegna endurskoðunar aðalskipulags Kjósarhrepps

Deila frétt:

Nú hefur vinnslutillaga endurskoðaðs aðalskipulags verið auglýst þar sem óskað er eftir ábendingum eða athugsemdum.  Frestu til að koma með athugasemdir er til 30. nóvember. Endanleg skipulagstillaga verður unnin með hliðsjón af innkomnum athugasemdum.  Það er því mjög mikilvægt, til að afurðin verði eins góð og hún getur orðið, að íbúar og þá sérstaklega landeigendur kynni sér tillöguna og komi fram með þær athugasemdir sem þeir hafa.  Því fleiri sem koma að vinnunni því betri verður útkoman. 

Þeir sem vilja koma með ábendingar eða athugasemdir við vinnslutillöguna geta skilað þeim á netfangið ask@kjos.is fyrir lok dags. 30. nóvember 2025.

Vinnslutillöguna má finna hér