Skipulagsauglýsing- Deiliskipulag frístundabyggðar við Eyjaflöt
18.11.2025
Deila frétt:
Tillagan felur í sér skilgreiningu á sex nýjum frístundalóðum með lóðum á stærðarbilinu 3.340-3.840 m2.
Tillagan liggur frammi á skrifstofu Kjósarhrepps, Ásgarði, frá og með 24. nóvember 2025 til 5. janúar 2026 og er einnig til sýnis á heimasíðu Kjósarhrepps, www.kjos.is sem og í skipulagsgátt undir málsnúmerinu 162/2025. Sjá hér.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir til 5. janúar 2026.
Skila skal athugasemdum í skipulagsgáttina undir málsnúmerinu 162/2025.
Virðingarfyllst,
Skipulagsfulltrúi Kjósarhrepps