Viðburðir á næstunni
Bókasafnið í Ásgarði
Í nóvember verður opið dagana 14. og 21. milli kl 20 og 22.
Bókasafnið verður opið næst miðvikudagskvöldið 14. nóvember á milli kl. 20 og 22 en þá mun Hlín Eyrún Sveinsdóttir frá Hlín-Blómahúsi koma og vera með sýnikennslu í gerð jólaskreytinga.
Mikið er af nýjum spennandi bókum á bókasafninu. Í Ásgarði er að sjálfsögðu heitt á könnunni á meðan bókasafnið er opið og eitthvað til að maula með.
Opinn íbúafundur.
Opinn íbúafundur verður á miðvikudagskvöldið 21. nóvember kl . 20. Á fundinum verður gerð grein fyrir helstu rekstrartölum Kjósarhrepps rekstrarárið 2012 og áætlun rekstrar á áinu 2013. Einngi verða rædd málefni hitaveitu og önnur mál er brenna á íbúum sveitarfélagsins.
Aðventumarkaðurinn verður að þessu sinni 1. desember 2012.
Aðvetumarkaðurinn verður haldinn í Félagsgarði að venju og Kjósarhreppur mun standa fyrir honum. Íbúar eru hvattir til koma með framleiðsluvörur sínar eða nýjar hugmyndir að framleiðsluvörum á markaðinn, landbúnaðarvörur, handverk eða annað.
Hugmyndir að því er til dæmis prjónavörur og ýmiss konar annað handverk, smákökur og stærri kökur, sultur, heimagerðir líkjörar, alls kyns jólaskreytingar, fjölbreytileg heimagerð matvara, allt bæði tengt jólum og öðrum árstímum. Þeir sem hafa áhuga á að vera með er bent á að hafa samband við skrifstofu hreppsnins í s. 5667100 og mail oddviti@kjos.is. Nánari upplýsingar á www.kjos.iser nær dregur.
Kjósarstofa og Ferðaþjónustan Hjalla auglýsa tónleika með Svavari Knút á Hjalla föstudaginn 9. nóvember kl 20.
Söngvaskáldið Svavar Knútur verður með tónleika á Hjalla föstudaginn 9. nóvember kl 20-22. Svavar mun meðal annars flytja lög af nýjum disk sem hann gaf út í sumar og nefnist Ölduslóð. Aðgangseyrir kr. 1.500. Veitingar seldar á staðnum.