Fara í efni

Markaðs, atvinnu- og menningarmálanefnd

550. fundur 03. maí 2016 kl. 10:41 - 10:41 Eldri-fundur

Markaðs-, atvinnu- og menningarmálanefnd Kjósarhrepps,

fundur nr. 13

Dags. 3. maí, kl: 20:30  í Ásgarði

 

Boðaðir voru bæði aðal- og varamenn nefndarinnar.

 

Mætt:

Sigurbjörg Ólafsdóttir (SÓ) formaður,  Eva B Friðjónsdóttir (EBF),  Ragnar Gunnarsson (RG) og Helga Hermannsdóttir (HH)

Sigríður Klara Árnadóttir (SKÁ) ritari

 

Mættu ekki:

Þórarinn Jónsson  og Ólafur Oddsson

 

Dagskrá:

·          Kátt í Kjós 2016 – 16. júlí

o   Ákveðið að drífa í að halda opinn fund miðvikudagskvöldið 11. maí, kl. 20:30 og ræða framtíð sveitahátíðar, fyrir hverja er hátíðin? Fá nýjar hugmyndir. Kátt í Kjós eða Fátt í Kjós. Áríðandi að fá fólk til að mæta. SKÁ útbýr dreifibréf, sett inn á www.kjos.is,  Facebook-síðurnar „Kátt í Kjós“ og „Íbúar í Kjósarhreppi..umræðusíða“.
SÓ formaður lagði til að SKÁ ritari myndi stýra þeim fundi. Samþykkt.

·          Gönguleiðir um Kjósina

o   Göngukort, endurútgefa. Finna innsendar leiðréttingar, athuga kortagrunn, útgáfumöguleika. Setja líka inn reiðleiðir ?

o   Merkja gamlar og þekktar gönguleiðir í Kjósinni, s.s. Gíslagötu og Kirkjustíg. Fá aðila sem þekkja leiðina og gps-hnitsetja þær til varðveislu. Búa til App eða möguleg tengsl við önnur Öpp? (skoða til hliðsjónar wapp.is ofl smáforrit).

·          Hálfur járnmaður – keppni í Kjósinni 23. júlí

o   Þríkó stendur fyrir keppninni og sér alfarið um hana.

o   Búið að fá leyfi frá Kjósarhreppi, Vegagerðinni og Lögreglunni.

·          Önnur mál

o   17. júní – hátíðarhöld. Taka umræðu á opna fundinum 11. maí. Samstarf Kjósarhrepps og sumarhúsafélaganna?

o   Eva Friðjónsdóttir, óskaði eftir ársleyfi frá setu í nefndinni. Leyfi veitt, formaður nefndarinnar óskaði eftir því að Helga Hermannsdóttir varamaður kæmi þá inn sem aðalmaður. Samþykkt.

 

Fundi slitið, kl: 22:14

Sigríður Klara, ritari