Fara í efni

Sveitarstjórn

233. fundur 12. maí 2021 kl. 15:00 - 18:15 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
 • Karl Magnús Kristjánsson oddviti
 • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir ritari
 • Guðný Guðrún Ívarsdóttir nefndarmaður
 • Þórarinn Jónsson nefndarmaður
 • Guðmundur H Davíðsson nefndarmaður
Fundargerð ritaði: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir Ritari
Dagskrá
Karl Magnús Kristjánsson oddviti, bauð fundarmenn velkomna og gest fundarins Örnu Tryggvadóttur endurskoðenda Kjósarhrepps. KMK óskaði eftir að breyta auglýstri dagskrá, að bæta við dagskrálið. Lið 2. Fulltrúi hreppsins á aðalfundi Leiðarljós ehf, lið 3. Fulltrúi hreppsins á aðalfundi Kjósarveitna ehf, lið. 5 Samfélagsstyrkur Kjósarhrepps - umsókn.
Hreppsnefnd samþykkti breytta dagskrá með fimm atkvæðum, KMK setti fund skv. með fyrirliggjandi dagskrábreytingu.

1.Ársreikningur Kjósarhrepps 2020

2104040

Önnur umræða um ársreikning Kjósarhrepps 2020.
Niðurstaða:
Samþykkt
Rekstrartekjur sveitarfélagsins námu 399 millj.kr. samkvæmt ásreikningi fyrir A og B hluta en þar af námu rekstrartekjur A hluta 319 millj. kr.
Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 29,7 millj.kr. og í A hluta jákvæð um
42,8 millj. kr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir afgangi upp á 16,4 millj.kr. fyrir A hluta og hagnaði 15,9 millj.kr. fyrir A og B hluta. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 331,3 millj.kr. samkvæmt efnahagsreikningi en eigið fé A hluta nam kr. 422,1 millj. kr.
Laun og launatengd gjöld á árinu námu alls 82,4 millj.kr. en í A hluta um 57,9 millj. kr. Stöðugildi hjá sveitarfélaginu voru um 4,4 í árslok.
Íbúum Kjósarhrepps fjölgaði um 5 á árinu 2020 eða um 2%. Þann 1. desember 2020 voru íbúar 250 en þann 1. desember 2019 voru þeir 245.

Hreppsnefnd samþykkir ársreikninginn með öllum atkvæðum.
Arna yfirgefur fundinn

2.Fulltrúi hreppsins á aðalfundi Leiðarljós ehf

2105021

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir að Þórarinn Jónsson fari með atkvæði hreppsins á fundinum.

3.Fulltrúi hreppsnins á aðalfundi Kjósarveitna ehf

2105020

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir að stjórn Kjósarveitna ehf verði skipuð þremur stjórnarmönnum í stað fimm eftir aðalfund 2021.
Hreppsnefnd samþykkir að Þórarinn Jónsson fari með atkvæði hreppsins á fundinum.
Sigurður H. Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi kemur á fundinn undir þessum lið.

4.Krafa um leiðréttingu á skráningu á notkun fasteignar.

2105005

Niðurstaða:
Frestað
Hreppsnefnd felur oddvita og skipulags- og byggingarfulltrúa að afla frekari gagna til að skýra málið.
Sigurður yfirgefur fundinn kl 17:12

5.Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 11

2104003F

 • Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 11 Guðmundur Daníelsson fór yfir eðli, rekstur og notkun ljósleiðarakerfsins.
  Borist hafa kvartanir frá notendum vegna hraða og gæða tengina.
  Ljósleiðarinn er að öllu leiti sjálfbær og hvers konar truflanir eru því af öðrum ástæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram
 • Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 11 Farið var yfir stöðu mála með Guðmundi Daníelssyni.
  Ræddir hvaða möguleikar væru fyrir hendi.
 • Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 11 Niðurstöður samráðsfundar kynntar fyrir nefndinni.
 • Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 11 Nefndin leggur til að hreppsnefnd samþykki reglurnar Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Hreppsnefnd samþykkir framlagðar reglur.
 • Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 11 Nefndin er sammmála um að beina til Vegagerðarinnar að hreinsa og klippa gróður við vegi sem skerða útsýni í sveitarfélaginu og eru lóðareigendur hvattir til að huga að trjágróðri hjá sér sem nær inná vegi. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram

6.Samfélagsstyrkur Kjósarhrepps - Umsókn

2105018

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir að veita verkefninu Bílaplan austan við Meðalfellið í landi Eyja styrk að upphæð kr. 500.000

Fundi slitið - kl. 18:15.