Fara í efni

Sveitarstjórn

250. fundur 02. febrúar 2022 kl. 15:00 - 18:00 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
 • Karl Magnús Kristjánsson oddviti
 • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir ritari
 • Guðný Guðrún Ívarsdóttir nefndarmaður
 • Þórarinn Jónsson varaoddviti
 • Guðmundur H Davíðsson nefndarmaður
Fundargerð ritaði: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir Ritari
Dagskrá
Karl Magnús Kristjánsson oddviti, bauð fundarmenn og gest fundarins velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

1.Samræming úrgangsflokkunar -Bókun 535. fundar stjórnar SSH

2201031

Fyrir liggur skýrsla starfshóps. Sorphirða á höfuðborgarsvæðinu - samræming úrgangsflokkunar, dags. janúar 2022 þar sem koma fram tillögur að samræmdu úrgangsflokkunarkerfi fyrir höfuðborgarsvæðið.
Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd felur sveitarstjóra að skrifa undir yfirlýsingu um samstarf vegna sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu fyrir hönd sveitarfélagsins.

2.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs

2201018

Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2022 ? 2033 til staðfestingar sveitarstjórnar.
Í samræmi við ákvæði 6. greinar laga nr. 55/2003 og samkomulag frá 15. maí 2009 hefur samstarfsvettvangur SORPU bs, Sorpurðunar Vesturlands hf. Sorpstöðvar Suðurlands bs og Kölku, sorpeyðingarstöðvar sf. unnið tillögu að nýrri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á starfssvæði samlaganna fjögurra fyrir tímabilið 2022 -2033.
Niðurstaða:
Staðfest
Hreppsnefnd staðfestir Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.

3.Tilkynning um lausagöngu hrossa í Kjósarhreppi

2201017

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd felur sveitarstjóra að skrifa bréf til eiganda hrossanna og árétta vörsluskildu búfjáreiganda.

4.Ósk um úthlutun á mælihnitum og landnúmer fyrir 25 hektara úr landi þúfu þinglesinni eign Höskuldar Péturs Jónssonar

2201037

Niðurstaða:
Niðurstaða þessa fundar
Hreppsnefnd ítrekar fyrri bókun frá fundi nr. 241 þann 06.10.21
Samkvæmt gögnum málsins liggur fyrir að einkaréttarlegur ágreiningur er uppi um eignarrétt að tilgreindri 25 hektara spildu. Það er utan valdssviðs sveitarstjórnar að leysa úr þeim ágreiningi og að hlutast til um breytingar á afmörkun lands í fasteignaskrá sem honum tengist.
Fylgiskjöl:

5.Gjaldskrá Skipulags og byggingarmála

6.Til umsagnar 181. mál frá nefndasviði Alþingis

2201027

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 181. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en lok dags 3. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/152/s/0183.pdf

Vakin er athygli á því að nefndastarf fastanefnda Alþingis er rafrænt. Óskað er eftir að umsagnir og erindi verði send á rafrænu formi.

Bent skal á að umsagnir og gögn um málið birtast á vef Alþingis undir fyrirsögninni Innsend erindi á síðu viðkomandi þingmáls.
Leiðbeiningar um ritun umsagna er að finna á vef Alþingis á slóðinni www.althingi.is/vefur/nefndaumsagnir.html
Niðurstaða:
Lagt fram

7.Til umsagnar tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 20. mál.

2201038

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 20. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 8. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/152/s/0020.html
Niðurstaða:
Lagt fram

8.Til umsagnar tillögu Til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 12. mál.

2201040

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 12. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 3. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/152/s/0012.pdf
Niðurstaða:
Lagt fram

9.Skipulags- og byggingarnefnd - 154

2201003F

 • Skipulags- og byggingarnefnd - 154 Nefndin hefur yfirfarið innsendar umsagnir og telur að eftir lítilsháttar lagfæringar verði tillagan óbreytt í grundvallaratriðum og þarfnist ekki auglýsingar, sbr. 4. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
  Nefndin leggur því til við hreppsnefnd að samþykkja lagfærða tillögu til gildistöku eftir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga og að gögn málsins verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga áður en tillagan tekur gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Hreppsnefnd staðfestir bókun skipulags- og byggingarnefndar.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 154 Nefndin leggur til að Hreppsnefnd samþykki að auglýsa deiliskipulagstillöguna og að heimilt verði að falla frá gerð lýsingar fyrir deiliskipulagsverkefnið, enda liggi allar meginforsendur fyrir í aðalskipulagi, sbr. 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga.
  Einnig að Hreppsnefnd samþykki að sótt verði um undanþágu frá 5.3.2.14. gr. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 vegna nálægðar við Sandsá.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 154 Skipulagsfulltrúa falið að ræða við skipulagshönnuð.
  Niðurstaða þessa fundar Staðfest
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 154 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 154 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 154 Byggingaráform samþykkt. Samræmist deiliskipulagi. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 154 Byggingaráform samþykkt. Samræmist deiliskipulagi. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram

10.Fundargerð 905. fundar stjórnar sambandsins

2201023

Niðurstaða:
Lagt fram

11.Fundargerð Stjórn SSH - 535

2201028

Niðurstaða:
Lagt fram

12.Loftslagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið -Bókun 535. fundar stjórnar SSH -

13.Fundargerð 173. fundar heilbrigðisnefndar Vesturlands

2201035

Niðurstaða:
Lagt fram

14.Teymi uppbyggingar félags- og atvinnumála - Stöðuskýrsla 18

2201032

Niðurstaða:
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 18:00.