Fara í efni

Sveitarstjórn

253. fundur 30. mars 2022 kl. 15:00 - 17:40 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
 • Karl Magnús Kristjánsson oddviti
 • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir ritari
 • Guðný Guðrún Ívarsdóttir nefndarmaður
 • Þórarinn Jónsson varaoddviti
 • Guðmundur H Davíðsson nefndarmaður
Fundargerð ritaði: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir Ritari
Dagskrá
Karl Magnús Kristjánsson oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

1.Afstaðin kynning vegna breytinga á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029

2203060

Hreppsnefnd var með kynningu vegna breytinga á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 í Félagsgarði, laugardaginn 19. mars síðast liðinn auk kynningar á deiliskipulagi (drög) fyrir svæðið.
Niðurstaða:
Niðurstaða þessa fundar
Hreppsnefnd var ánægð með kynningarfundinn og gagnlegar umræður.

2.MINNISBLAÐ - um rekstrarform vegna uppbyggingar íbúðasvæðis ofan Ásgarðs í Kjósarhreppi

2201014

Minnisblað frá PricewaterhouseCoopers ehf um rekstrarform vegna uppbyggingar íbúðasvæðis í Ásgarðslandi í Kjósarhreppi.
Niðurstaða:
Lagt fram

3.Drög að leiðbeiningum og ramma að áliti sveitarfélaga með undir 250 íbúa um stöðu og getu þeirra til að sinna lögbundnum verkefnum

2203055

Innviðaráðuneytið kynnir til umsagnar drög að leiðbeiningum og ramma að áliti sveitarfélaga með undir 250 íbúa um stöðu og getu þeirra til að sinna lögbundnum verkefnum.

Til umsagnar eru leiðbeiningar og drög að ramma að áliti sveitarfélaga með undir 250 íbúa um stöðu og getu sveitarfélaga til að sinna lögbundnum verkefnum í samræmi við bráðabirgðaákvæði X. í sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011, sbr. 9. gr. b. laga nr. 96/2021 um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags).

https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3176
Niðurstaða:
Lagt fram

4.Umsögn í samráðsgátt - sveitarstjórnarlög íbúakosningar

2203027

Niðurstaða:
Lagt fram

5.Upplýsingaöryggisstefna

2203004

Niðurstaða:
Samþykkt

6.Reynivellir - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2202041

Var áður til afgreiðslu á hreppsnefndar nr. 251 þann 7.3.22 liður 10.6 afgreiðslu málsins var frestað.
Niðurstaða:
Samþykkt

7.Fundargerð - fundur með Vegagerðinni 03.03.2022

2203030

Samráðsfundur með Vegagerðinni 3. mars síðast liðinn vegna snjómokstur á vegum í sveitarfélaginu sem heyrir undir Vegagerðina og öryggismál.
Niðurstaða:
Niðurstaða þessa fundar
Vegagerðin lagt eftirfarandi tillögur til ráðuneytisins.

Það sem lagt var inn til ráðuneytis var almenns eðlis. Við lögðum fyrir ráðuneyti opnar tillögur sem koma til móts við ákall sveitarfélaga um aukna vetrarþjónustu. Áherslan var á atvinnusvæði og samhangandi þjónustu innan þess. Tveggja og þriggja daga mokstur heyrði þá sögunni til innan atvinnusvæða og í staðinn kæmi 5 daga þjónusta. Hálkuvarnir auknar og þjónustutími lengdur. Þessar tillögur miðast við að þjónusta þá vegi sem hafa þjónustu í dag auk helmingamokstursvega með ofangreindum hætti. Umferð myndi þá ekki spila eins þungt inn í þjónustustigið.

Hreppsnefnd styður tillögur Vegagerðarinnar og mun fylgja þeim eftir við viðeigandi aðila.

8.Til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 71. mál.

2203013

Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 71. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 14. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/152/s/0071.pdf
Niðurstaða:
Lagt fram

9.Til umsagnar tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 51. mál.

2203014

Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 51. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 16. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/152/s/0051.pdf
Niðurstaða:
Lagt fram

10.Til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldastofn fasteignaskatts), 78. mál.

2203015

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldastofn fasteignaskatts), 78. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 21. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/152/s/0078.pdf
Niðurstaða:
Lagt fram

11.Til umsagnar frumvarp til laga um fjöleignarhús (gæludýrahald), 57. mál.

2203022

Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um fjöleignarhús (gæludýrahald), 57. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/152/s/0057.pdf
Niðurstaða:
Lagt fram

12.Til umsagnar tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025, 415. mál.

2203026

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025, 415. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 24. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/152/s/0594.pdf
Niðurstaða:
Lagt fram

13.Til umsagnar tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaráætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030, 418. mál

2203050

Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaráætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030, 418. mál

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 6. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Niðurstaða:
Lagt fram

14.Til umsagnar frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur), mál 450.

2203053

Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur), mál 450.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 6. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Niðurstaða:
Lagt fram

16.Umhverfisnefnd - Fundargerð nr. 31

2203040

Niðurstaða:
Staðfest

17.Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 12

2203002F

 • Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 12 Nefndin er sammmála um að endurskoðun á reglum þessum fari fram í haust. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt
 • Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 12 Fundargerðin kynnt
  Nefndinn leggur til við hreppsnefnd að ítreka aukið hærra þjónustustig við Hvalfjarðarveg og Kjósarskarðsveg.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram
 • 17.3 2203028 Önnur mál
  Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 12 GD óskaði eftir því að GSM samband í sveitarfélaginu yrði rætt. KMK upplýsir um stöðu málsins.

  Nefndin leggur áherslu á að flýtt verði þeirri vinnu að bæta farsímakerfi í sveitarfélaginu og að hreppsnefnd beiti sér í þessu máli.
GGÍ yfirgefur fundinn undir liðum 18.2-18.3-18.4.

18.Skipulags- og byggingarnefnd - 156

2203004F

GGÍ yfirgefur fundinn kl: 17:00
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 156 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga og að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna í framhaldinu í samræmi 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Samþykkt með 4 atkvæðum.

  Bókun GD.
  Ég styð að tillagan fari til umsagnar Skipulagsstofnunar en ákvörðun um auglýsingu bíði nýrrar hreppsnefndar
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 156 Nefndin telur að um óverulega breytingu aðalskipulags sé að ræða, sbr. 2. mgr. 36. gr. Skipulagslaga. þ.e. einungis er gerð textabreyting og að skilmálum fyrir frístundabyggðina F4a sé breytt, en uppdráttur helst óbreyttur. Þá sé um að ræða stækkun aðliggjandi frístundabyggðar úr 2 ha í allt að 3,5 ha, sem heimili 8 lóðir í stað 5 áður og gert sé ráð fyrir að nýta aðkomu og veitukerfi frístundasvæðis sem fyrir er.
  Nefndin leggur því til við Hreppsnefnd að samþykkja aðalskipulagsbreytinguna í samræmi við sbr. 2. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 156 Nefndin samþykkir og leggur til við Hreppsnefnd að heimila breytingu deiliskipulags fyrir 8 frístundalóðir til viðbótar í landi Flekkudals og að gerð verði óveruleg breyting á aðalskipulagi sbr. 2. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
  Þó með þeim fyrirvara að eigandi íbúðarhúsalóðarinnar Fálkahreiður, L219789, geri ekki athugasemd við fyrirhugaða uppbyggingu.
  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 156 Nefndin telur að um óverulega breytingu sé um að ræða og leggur til við Hreppsnefnd að málið hljóti afgreiðslu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. Skipulagslaga. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 156 Nefndin upplýsir að eftir móttöku á bréfi Skipulagsstofnunar dags. 10. mars 2022, þá kom Skipulagsfulltrúi eftirfarandi á framfæri til Skipulagsstofnunar í tölvupósti þann 22. mars 2022, varðandi tvær síðustu málsgreinar í bréfinu:
  "Upphaflega var brugðist við þeim athugasemdum með þeim hætti, að lögmanni eigenda Bolakletts var send umsögn sveitarstjórnar í tölvupósti þann 22. des. 2021. Ekki barst svar við þeim tölvupósti.
  Í kjölfar bréfs Skipulagsstofnunar var lögmanni eigenda aftur sendur tölvupóstur, dags. 15. mars 2022, með nánari umsögn/útskýringum um hvernig eignarhaldi vegarins er háttað (Hólmahjallaveg sem nú heitir Bolaklettavegur nr. 4989).
  Óskað var eftir viðbrögðum innan viku frá dagsetningu tölvupóstsins. Ekki barst svar innan tilkynnts tímafrests. Meðfylgjandi er afrit af þeim tölvupóstsamskiptum.

  Þá er hér einnig afrit af tölvupósti vegna grenndarkynningar frá árinu 2020, vegna byggingar íbúðarhúss í Snorravík. Þar var eigendum Bolakletta (einnig) gerð grein fyrir hvernig eignarhaldi vegarins væri háttað.

  Varðandi tengingu Blómstursvalla inn á Bolaklettaveg þá liggja deiliskipulagssvæðin saman. Bolaklettsvegur er á forræði Vegagerðarinnar sem eindregið hefur mælt fyrir um að tengingingar verði með þeim hætti sem skipulagið fyrir Blómstursvelli gerir ráð fyrir. Eigendur Eyrar hafa ekki sett sig upp á móti, enda ekki gert athugasemdir í skipulagsferlinu. Þar að auki er vegurinn á forræði VR og veghelgunnarsvæði nær inn á skipulagssvæðið fyrir Blómstursvelli, hugsanlega. Ekki verður því séð að það þurfi sérstaka kvöð eða þá að deiliskipulagssvæðið ná að Hvalfjarðarvegi".

  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 156 Nefndin leggur til að hreppsnefnd samþykki að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að sækja um undanþágu frá grein 5.3.2.14. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 varðandi fjarlægðar mannvirkja nær vötnum ám eða sjó en 50 m.

  Nefndin er meðvituð um að í deiliskipulagstillögunni fyrir Hvítanes, séu hluti byggingarreita innan við 50 metra frá sjó.
  Því þyrfti að sækja þarf um undanþágu til Innviðaráðuneytisins frá grein 5.3.2.14. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 varðandi fjarlægðar mannvirkja nær vötnum ám eða sjó en 50 m.
  Í nýju deiliskipulagi fyrir uppbyggingu á Hvítanesi er byggingarreitur fyrir bryggju og bryggjuhús vestan til á Hvítanesi þar sem áður stóð bryggja og enn má sjá ummerki um undirstöður hennar.
  Ríkjandi vindáttir á Hvítanesi eru austlægar þannig að fyrrgreindur staður hentar mjög vel fyrir bryggju og bryggjuhús.
  Ósk er um að byggja einfalda tré- og flotbryggju á núverandi undirstöðum og bryggjuhús á eða við bryggjuna og tryggja þannig möguleika eigenda á aðnýta landkosti eignar sinnar. Fyrirhuguð bryggja liggur neðan við klettabrún strandarinnar að stórgrýttri fjöru sem er illfær og hættuleg, göngustígur mun liggja uppi á brúninni, fyrirhuguð framkvæmd mun því ekki hindra aðkomu og göngu meðfram sjónum.

  Niðurstaða þessa fundar Samþykkt
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 156 Niðurstaða þessa fundar Staðfest
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 156 Nefndin leggur til að Hreppsnefnd samþykki deiliskipulagsbreytinguna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Hreppsnefnd samþykkir með fyrirvara um að stærð lóðar verði breytt til samræmis við Aðalskipulag.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 156 Nefndin leggur til að Hreppsnefnd samþykki deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Breyting á stærð og afmörkun lóðar er samþykkt, með fyrirvara um að fyrir liggi hnitsettur uppdráttur og að umsókn sé undirrituð af eiganda eða eigendum upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001.
  Að breyta frístundalóð í íbúðarhúsalóð samræmist hvorki gildandi deili- eða aðalskipulagi.

  Niðurstaða þessa fundar Staðfest
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 156 Niðurstaða þessa fundar Staðfest
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 156 Breyting á afmörkun lóðar er samþykkt, með fyrirvara um að fyrir liggi hnitsettur uppdráttur og að umsókn sé undirrituð af eiganda eða eigendum upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001.
  Niðurstaða þessa fundar Staðfest
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 156 Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild, þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 156 Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild, þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 156 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 156 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram

19.Fundargerð 907. fundar stjórnar sambandsins

2203016

Niðurstaða:
Lagt fram

20.Fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2022

2203036

Niðurstaða:
Lagt fram

21.Kjósarveitur ehf - Fundargerð nr. 61

2203039

Niðurstaða:
Lagt fram

22.Leiðarljós ehf - Fundargerð nr. 12

2203037

Niðurstaða:
Lagt fram

23.Svæðisskipulagsnefnd - 105. fundur

2203049

Niðurstaða:
Lagt fram

24.Fundargerð Stjórn SSH - 537

2203024

Niðurstaða:
Lagt fram

25.Eigendafundur Strætó bs. - 35

2203047

Niðurstaða:
Lagt fram

26.Eigendafundur Sorpu bs. - 37

2203048

Niðurstaða:
Lagt fram

27.Fundargerð 908. fundar stjórnar sambandsins

2203061

Niðurstaða:
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 17:40.