Fara í efni

Sveitarstjórn

267. fundur 06. desember 2022 kl. 16:00 - 17:30 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Jóhanna Hreinsdóttir (JH) oddviti
  • Sigurþór Ingi Sigurðsson (SIS) nefndarmaður
  • Jón Þorgeir Sigurðsson (JÞS) nefndarmaður
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir (RHG) nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson (ÞJ) nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Oddviti óskar eftir að gerð verði breyting á uppröðun á dagskrá þannig að fundargerð skipulags- og byggingarnefndar verði 1. liður í dagskrá og byrjað verði á lið 4.3.

Samþykkt samhljóða

1.Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta 2023.

2211005

Árleg beiðni Stígamóta til sveitarfélaga um fjárhagslegan stuðning til reksturs Stígamóta, lögð fram til umfjöllunar.
Sveitarstjórn samþykkir styrk að upphæð 100.000 kr.

2.Umsókn um styrk frá KF Álafoss.

2212007

Lögð er fram til umfjöllunar styrkbeiðni frá KF Álafoss til að standa undir m.a. æfinga- og mótsgjöldum. .
Sveitartjórn getur ekki orðið við beiðninni.

3.Styrkbeiðni frá Fjölskylduhjáp Íslands 2022.

2211017

Lögð er fram styrkbeiðni frá Fjölskylduhjálp Íslands til að standa undir mataraðstoð til skjólstæðinga Fjölskylduhjálparinnar.
Sveitarstjórn samþykkir styrk að upphæð 100.000 kr.

4.Skipulags- og byggingarnefnd - 162

2211001F

  • Skipulags- og byggingarnefnd - 162 Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 162 Erindi vísað til sveitarstjórnar. Bókun fundar Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 162 Breyting á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur: Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og afgreidd skv 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Breyting á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029
    Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að tillagan verði samþykkt og afgreidd skv. 1.mg. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 162 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að með tilliti til skipulagslaga nr.123/2010, 2. mgr. 40. gr. verði fallið frá kröfu um lýsingu, nefndin telur að umsóknin uppfylli öll skilyrði til þess. Bókun fundar SIS víkur af fundi.

    Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 162 Eftir nánari athugun er ekki gerð krafa um ofanflóðamat vegna frístundalóðar. Varðandi fyrirspurn um mögulega breytingu á lóðinni í íbúðarhúsalóð þá uppfyllir hún ekki stærðarkröfur aðalskipulags. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    SIS kemur aftur inn á fundinn.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 162 Nefndin samþykkir erindið.

    Byggingafulltrúa falið að veita byggingarheimild, þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr.2.3.8 gr. Byggingarreglugerðar nr. 112/2012
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 162 Nefndin samþykkir erindið.

    Byggingafulltrúa falið að veita byggingarheimild, þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr.2.3.8 gr. Byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

5.Umdæmisráð barnaverndar.

2212004

Samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar auk Viðauka 1 við samning um rekstur umdæmisráðs barnaverndar ásamt Skipunarbréfi ráðsmanna lagt fram til efnislegrar umræðu og staðfestingar.
Stjórn samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að samningi sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu, utan Reykjavíkur, um rekstur umdæmisráðs barnaverndar í Kraganum,
ásamt viðauka við samninginn og tillögu um ráðsmenn. Er SSH falið að senda framangreint til
efnislegrar umræðu, afgreiðslu og staðfestingar á vettvangi viðkomandi sveitarfélaganna. Drög
að skipunarbréfum ráðsmanna verði jafnframt send viðkomandi sveitarfélögum.
Er þá gert ráð fyrir, þar sem um nýja tilhögun er að ræða, að sviðsstjórar viðkomandi sveitarfélaga
eigi samtal við ráðsmenn í umdæmisráði skömmu eftir að það tekur til starfa, þar sem farið verði
yfir m.a. starfshætti og verklag og skoðað hvort tilefni er til breytinga á samningnum hvað varðar
t.a.m. staðsetningu og verkefni ráðsins, þegar kemur t.a.m. að ritun úrskurða og utanumhaldi.
Verði niðurstaða þess samtals kynnt stjórn á fyrri helmingi ársins 2023 auk þess sem nánar verði farið yfir kostnað af störfum ráðsins.
Sveitarstjóra er falið ótakmarkað umboð til að undirrita Samning um rekstur umdæmisráðs barnaverndar,viðauka 1 við samning um rekstur umdæmisráðs barnaverndar og skipunarbréfa ráðsmanna fyrir hönd Kjósarhrepps.

6.Fundargerð Samgöngu- og fjarskiptanefndar.

2212005

Fundargerð lögð fram til staðfestingar.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

7.Fundargerð viðburða- og menningarnefndar Kjósarhrepps

2211032

Fundargerð lögð fram til staðfestingar.
Sveitarstórn staðfesti afgreiðslu nefndarinnar.

8.Fundargerð svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.

2211001

Svæðisskipulag - breyting á vaxtamörkum - Rjúpnahlíð - Garðabær -
2208011 liður 2 í fundargerð lagður fram til staðfestingar:
Fyrirliggjandi er tillaga að lýsingu fyrir breytingu á svæðisskipulagi
höfuðborgarsvæðisins 2015 - 2040 dags. október 2022. Breytingin varðar færslu
á vaxtamörkum svæðisskipulags við Rjúpnahlíð í Garðabæ þar sem ætlun er að
skipuleggja nýtt athafnasvæði fyrir plássfreka starfsemi, ásamt því að færa
hesthúsahverfi á Kjóavöllum innan vaxtamarka. Breytingin er hluti af innleiðingu
Garðabæjar á stefnumörkun svæðisskipulags. Unnið er að uppbyggingu þéttrar
blandaðrar byggðar með endurnýtingu athafnasvæða í grennd við miðbæ og
uppbyggingin þéttrar byggðar við biðstöðvar Borgarlínu, sem liggja mun um
Hafnarfjarðarveg. Ætlun er er að mæta þessari þróun með nýjum lóðum fyrir
atvinnufyrirtæki s.s. verkstæði, smáiðnað og ýmiss plássfrek, fyrirtæki.
A.ö.l. er fundargerðin lögð fram til kynningar.
Sveitarstjórn staðfesti afgreiðslu nefndarinnar.

9.Fundargerð 178, fundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, haldinn 20. október 2022.

2211013

Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands lögð fram til staðfestingar í sveitarstórn skv. lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Önnur gögn lögð fram til kynningar.

Sveitarstjórn staðfestir fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2023, önnur gögn lögð fram til kynningar.

10.Fundargerð-stjórn SSH-546.

2211015

Fundargerð lögð fram til kynningar.

11.Fundargerð aðalfundar SSH 2022 og ársfunda byggðasamlaganna.

2211033

Starfs- og fjárhagsáætlun fyrir Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
(SSH) fyrir árið 2023, lögð fram til staðfestingar.Fundargerð og önnur gögn lögð fram til kynningar.
Sveitarstjórn staðfestir Starfs- og fjárhagsáætlun fyrir Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2023.

12.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2210028

Fundargerð lögð fram til kynningar.

13.Fundargerð 68. fundar stjórnar Kjósarveitna.

2212006

Fundargerð lögð fram til kynningar.

14.Umsögn um fjárlög 2023.

2210015

Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

15.Áherslur Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins 2022 - 2026.

16.Bréf - Varðar skráningu lögheimilis einstaklinga sem hafa fast aðsetur í orlofshúsi.

2205026

Lagt fram til kynnningar.
XÞ óskar bókað: XÞ fagnar að Innviðaráðuneytið telji að málefnið þurfi frekari skoðunar og lög um lögheimili verði endurskoðuð. Ánægjulegt að framlagt erindi fyrrum sveitarstjóra Kjósarhrepps hafi hlotið einhvern hljómgrunn hjá ráðuneytinu.

17.Stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022-2026.

2212002

Lagt fram til kynningar.

18.Skýrsla um starfsaðstæður kjörinna fulltrúa 2022.

2212003

Lagt fram til kynningar.
Sveitarstjórn fagnar því að þessi vinna hafi verið unnið og útkomu skýrslunnar.

Fundi slitið - kl. 17:30.