Fara í efni

Sveitarstjórn

271. fundur 07. febrúar 2023 kl. 16:00 - 17:30 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
 • Jóhanna Hreinsdóttir (JH) oddviti
 • Sigurþór Ingi Sigurðsson (SIS) nefndarmaður
 • Jón Þorgeir Sigurðsson (JÞS) nefndarmaður
 • Þórarinn Jónsson (ÞJ) nefndarmaður
 • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir nefndarmaður
 • byggingafulltrúi
Starfsmenn
 • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Þóra Jónsdóttir tekur sæti Regínu Hansen undir máli nr. 2301023 Vatnsból VB1.

Oddviti setti fundinn, stjórnaði honum og leitaði afbrigða til að taka eftirtalin mál á dagskrá fundarins: Mál nr. 2302011- Ágangur búfjár.

1.Skipulags- og byggingarnefnd - 164

2301002F

 • Skipulags- og byggingarnefnd - 164 Breyting á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur: Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og afgreidd skv 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Breyting á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029
  Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að tillagan verði samþykkt og afgreidd skv. 1.mg. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 164 Skipulags- og bygginganefnd getur ekki tekið afstöðu til málsins með þeim gögnum sem liggja fyrir, skipulags- og byggingafulltrúa falið að kalla eftir nánari gögnum um verkefnið. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 164 Byggingafulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist sbr.2.3.8 gr. Byggingarreglugerðar nr. 112/2011 Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 164 Byggingafulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist sbr.2.3.8 gr. Byggingarreglugerðar nr. 112/2011. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

2.Uppfærð upplýsingaöryggisstefna Kjósarhrepps

2301011

A. Orðalagi ákvæðis í kaflanum ,,Leiðir að markmiði “ var breytt. Ákveðið var að skýra
orðalag betur þannig að það samrýmist hlutverki persónuverndarfulltrúa.
1. Ákvæðið fyrir breytingu: Persónuverndarfulltrúi sjái um að upplýsingaöryggisog persónuverndarmál séu skv. reglum.
2. Ákvæðið eftir breytingu: Persónuverndarfulltrúi veitir ráðgjöf á sviði- upplýsingaöryggis- og persónuverndarmála
eftir því sem kveðið er á um í lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

B. Orðalagi ákvæðis í kaflanum ,,Ábyrgð“ var breytt. Tekin voru út orðin: ,,og endurskoðar hana reglulega“. Ákveðið var
að taka út framangreint orðalag vegna þess að í lok stefnunnar er ákvæði er kveður á um endurskoðun.
1. Ákvæðið fyrir breytingu: Hreppsnefnd sveitarfélagsins ber ábyrgð á þessari upplýsingaöryggisstefnu og endurskoðar
hana reglulega.
2. Ákvæðið eftir breytingu: Hreppsnefnd sveitarfélagsins ber ábyrgð á þessari upplýsingaöryggisstefnu.
Sveitarstjórn staðfestir breytingarnar og felur sveitarstjóra að uppfæra núverandi stefnu og birta á heimasíðu sveitarfélagsins.
RHG víkur af fundi, Þóra Jónsdóttir kemur inná fundinn.

3.Vatnsból VB1

2301023

Lagt er fram erindi frá íbúum að Lækjarbraut og Harðbala þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið fari í úrbætur á vatnsbólinu VB1 við Galtargil þaðan sem neysluvatni til þeirra er veitt.
Sveitarstjóra falið að leita lausna og koma vatnsbólinu í lag um leið og veður og aðstæður leyfa og jafnframt að vatnsbólið verði verði girt af. Áríðandi að koma neysluvatni í lag eins fljótt og kostur er.
Þóra Jónsdóttir víkur af fundi, RHG kemur aftur inná fundinn.

4.Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna rekstrarleyfis

2302005

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir umsögn vegna umsóknar um leyfi til rekstur gististaðar í flokki II- H Frístundahús.
Með vísan til kafla 2.2.2 í aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029. þar sem segir "Innan frístundabyggðar er heimilt að vera með þjónustu sem ætla má að þjóni viðkomandi svæði. Heimilt er að leigja út frístundahús fyrir heimagistingu skv. 13. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Önnur tegund gistiþjónustu er óheimil í frístundabyggðum.

Sveitarstjórn samþykkir ekki útgáfu leyfisins.

5.Eigendafundur Leiðarljóss ehf

2302008

Halda þarf eigendafund í Leiðarljósi til að staðfesta kjör stjórnar og nýjan framkvæmdastjóra. Lagt er til að Sigurþór Sigurðsson verði fulltrúi eigenda á fundinum sem haldinn verður að afloknum sveitarstjórnarfundi þann 7. febrúar 2023.
Sveitarstjórn staðfestir tilnefninguna.

6.Fundargerð 17. fundar stjórnar Leiðarljóss.

2301005

Fjárhagsáætlun hefur áður verið staðfest. Fundargerð lögð fram til kynningar.

7.Fundargerð 69. fundar stjórnar Kjósarveitna.

2301024

Fjárhagsáætlun hefur áður verið staðfest. Fundargerð lögð fram til kynningar.

8.Viðburðar- og menningarmálanefnd fundargerð nr. 47

2302006

Fundargerð lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn tekur vel í hugmyndir nefndarinnar.
Fylgiskjöl:

9.Fundagerð 548. og 549. fundar stjórnar SSH.

2302004

Fundargerðir lagðar fam til kynningar.

10.Fundargerð 917. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2301022

Fundargerð lögð fram til kynningar.

11.Fundargerð 918. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2302003

Fundargerð lögð fram til kynningar.

12.Fundargerð notendaráðsfatlaðs fólks

2302002

Fundargerð lögð fram til kynningar.

13.Fundargerð 111. og 112. fundar Svæðisskipulagsnefndar

2302007

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

14.Ágangur búfjár nýjar reglur

2302011

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:30.