Fara í efni

Sveitarstjórn

273. fundur 11. apríl 2023 kl. 16:00 - 19:15 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
 • Jóhanna Hreinsdóttir (JH) oddviti
 • Sigurþór Ingi Sigurðsson (SIS) nefndarmaður
 • Jón Þorgeir Sigurðsson (JÞS) nefndarmaður
 • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir (RHG) nefndarmaður
 • Þórarinn Jónsson (ÞJ) nefndarmaður
Starfsmenn
 • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá
Oddviti setti fundinn, stjórnaði honum og leitaði afbrigða til að taka eftirfarandi mál á dagskrá:

Mál nr: 2304004

Samþykkt samhljóða
Pálmar Halldórsson, skipulags- 0g bygginarfulltrúi kemur inn á fundinn

1.Skipulags- og byggingarnefnd - 166

2303003F

Pálmar Halldórsson, skipulags- 0g bygginarfulltrúi yfirgefur fundinn
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 166 Nefndin telur að um verulega breytingu sé að ræða og leggur til við sveitastjórn að málið hljóti afgreiðslu í samræmi við 1.mgr.43.gr skipulagslaga. Að auki leggur nefndin til að fyrri deiliskipulagsbreytin sem er í ferli dags. nóvember 2022 verði sameinuð þessari breytingu og lagt fram í einu deiliskipulagi. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 166 Breytingin á skráningu lóðarinnar er ekki í samræmi við Aðalskipulag Kjósarhrepps 2017-2029, þ.e.a.s. lóðin er á svæði sem er skilgreint sem frístundarsvæði F23. Beiðninni er því hafnað. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar. ÞJ og RHG sitja hjá.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 166 Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða og að málið hljóti afgreiðslu í samræmi við 2.mgr.43.gr skipulagslaga. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 166 Samræmist deiliskipulagi. Byggingafulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist sbr.2.3.8 gr. Byggingarreglugerðar nr. 112/2011.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 166 Samræmist deiliskipulagi. Byggingafulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist sbr.2.3.8 gr. Byggingarreglugerðar nr. 112/2011.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 166 Afgreiðslu málsins frestað.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 166 Samræmist deiliskipulagi. Byggingafulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist sbr.2.3.8 gr. Byggingarreglugerðar nr. 112/2011. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 166 Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

2.Leyfi vegna fornleifarannsókna við Sel í landi Möðruvalla

2303022

Fornleifastofnun sækir um heimild til að rannsaka sel í landi Möðruvalla. Verkefnið er hluti af rannsóknum fornleifastofnunar á seljabúskap á Íslandi.
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina.

3.Tillaga að breytingum á Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Kjósarhrepps, með síðari breytingum.

2302038

Lögð er fram til síðari umræðu samþykkt um stjórna Kjósarhrepps.
Málinu frestað.

4.Íbúafundur

2303031

A-listi leggur til að haldinn verði íbúafundur 25. maí n.k., Þá á samþykktur ársreikningur fyrir árið 2022 að liggja fyrir og því ákjósanlegur tími til að hafa kynningu á honum fyrir íbúa sveitarfélagsins. Önnur málefni sem lagt er til að kynnt verði á fundinum er innleiðing á nýju fyrirkomulagi úrgangsmála, kortasjá sem er inni á heimasíðu sveitarfélagsins með ýmsum upplýsingum um skipulagsmál og losun rotþróa, hitaveitumál og samningur Kjósarhrepps við Mosfellsbæ um félagsþjónustu. Mögulega bætast einhver málefni við.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna með nánari útfærslu.

5.Kjósarhreppur flokkar, samtaka um hringráðsarhagkerfið.

2303023

Lagt er til að sveitarstjórn taki að sér að keyra heim á hvert heimili nýjar tvískiptartunnur þann 20. maí nk. og kynni maður á mann nýtt fyrirkomulag úrgangsmála. Sjá nánar í fylgiskjali.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.

6.Þættir úr sögu Kjósarhrepps

2302010

Langri sögu ritunar bókar um Kjósarhrepp er nú að ljúka. Bókin Þættir úr sögu Kjósarhrepps sem rituð er af Gunnari Sveinbirni Ólafssyni og ritstýrt af Bjarka Bjarnsyni er nú komin í prentun og væntanleg til dreifingar á næstu vikum. Þar sem langur tími er liðin frá því að verkið hóf göngu sína eða um 12 ár, þá liggur fyrir að semja þarf um uppgjör til höfundar.
Sveitarstjóra og oddvita er falið að ganga til samninga og ljúka uppgjöri við höfund.

7.Skipan fulltrúa í nefndir Kjósarhrepps

2205118

Þ - listi óskar eftir að gera breytingu á fulltrúa listans í Viðburða- og menningarnefnd. Lagt er til að Guðrún Ólöf Sigmundsdóttir takli sæti aðalmanns í stað Dagrúnar Fanný Liljarsdóttur og verði ritari nefndarinnar. Dagrúnu eru þökkuð fórnfús störf í þágu sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir skipunina.

8.Umsögn um frumavarp til laga um Jöfnunarsjóð

2303033

Til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda eru drög að skýrslu starfshóps um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um jöfnunarsjóðinn sem byggja á niðurstöðum þessa starfshóps. Á þessu ári gerum við í fjárhagsáætlun ráð fyrir að fá 19, 6 milljónir, þar af 17,3 milljónir í framlag vegna jöfnunar fasteignaskattstekna. Verði þetta frumvarp óbreytt að lögum lækkar sú tala um 16,3 milljónir. Því má segjna að framlög Jöfnunarsjóðs til Kjósarhrepps þurrkist nánast út á næsta ári. Sveitarstjórn sendi inn meðfylgjandi umsögn í samráðsgáttina.
Sveitarstjórn stafestir umsögnina.

9.Fundartími sveitarstjórnar

2304002

Þegar fundur sveitarstjórnar er á þriðjudögum, eins og nú er, þarf að vera búið að senda út fundarboð á sunnudegi. Ekki er hægt að senda út fundarboð fyrir helgi þar sem sveitarstjórnarfulltrúi getur óskað eftir að mál séu tekin á dagskrá með aðeins þriggja sólarhringa fyrirvara sem þýðir að það mál gæti komið inn á laugardegi. Þetta fyrirkomulag er til þess fallið að fundarboðandi þarf að vinna fundarboðið um helgi sem er ekki ásættanlegt. Því er lagt til að fundir sveitarstjórnar verði framvegis á miðvikudögum kl. 16:00 í fyrstu viku hvers mánaðar, sjá nánar í kafla III í samþykktum um stjórn Kjósarhrepps.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.

10.Skólaakstur

2304004

Óskað hefur verið eftir því að börn sem eiga heimili (ekki lögheimili) í frístundabyggð, verði sótt að hverfinu úr akstursleið skólabílsins.

Í núverandi reglum um skólaakstur er ekki gert ráð fyrir að börn séu sótt annað en á lögheimili sitt. Börnum í sumarhúsabyggð er þó boðið að koma inní bílinn á fyrirfram ákveðnum stöðum á leið skólabílsins, á meðan pláss er í honum. Nýverið gaf mennta- og menningarmálaráðuneytið út þann úrskurð að sveitarfélögum beri ekki skylda til að skipuleggja skólaakstur í frístundabyggð, þar sem búseta i frístundabyggð er óheimili sbr, ákvæði byggingareglugerðar. Er það viðsnúningur frá fyrri túlkun ráðuneytisins frá því í byrjun árs 2020. Því er það mat ráðuneytisins að sveitarfélögum beri ekki að veita umrædda þjónustu í frístundabyggð og stendur því ákvörðun sveitarstjórnar um að börn verði ekki sérstaklega sótt í frístundabyggðir.

Fulltrúar Þ-lista óskað að bókað sé að fulltrúar A-listi hafi hafnað því að birta minnisblað sem Þ-listi lagði fram.

Fulltrúar A-lista óska bókað að minnisblaði hafi borist of seint til þess að hægt sé að bregðast við því.
Fylgiskjöl:

11.Fundargerð 919. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2303007

Fundargerð lögð fram til kynningar.

12.Fundargerð 180. fundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands ásamt ársreikningi.

13.Fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Vestulands 2023

2304001

Fundargerð lögð fram til kynningar.

14.Samstarf um innleiðingu heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum

Fundi slitið - kl. 19:15.