Fara í efni

Sveitarstjórn

277. fundur 08. júní 2023 kl. 16:00 - 19:00 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
 • Jóhanna Hreinsdóttir (JH) oddviti
 • Sigurþór Ingi Sigurðsson (SIS) nefndarmaður
 • Guðmundur H Davíðsson varamaður
  Aðalmaður: Jón Þorgeir Sigurðsson (JÞS)
 • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir (RHG) nefndarmaður
 • Þórarinn Jónsson (ÞJ) nefndarmaður
Starfsmenn
 • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
 • Pálmar Halldórsson byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá
Oddviti setti fundinn, stjórnaði honum og leitaði afbrigða til að taka eftirfarandi mál á dagskrá:
Mál nr: 2306016

1.Skipulags- og byggingarnefnd - 168

2305002F

 • Skipulags- og byggingarnefnd - 168 Nefndin samþykkir beiðnina með fyrirvara um að gert verði deiliskipulag og farið verði í aðaskipulagsbreytingar á umræddu svæði og að byggingin uppfylli kröfur byggingareglugerðar. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 168 Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að farið verði i deiliskipulagsvinnu á Sandsluni 17 með fyrirvara um að skilað verði inn umsókn F550 undirrituð af eiganda eða eigendum upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr.6/2001 Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar með fyrirvara um að aðkoma að skikanum L233-1983 liggi fyrir áður en vinna við skipulagningu hefst.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 168 Nefndin telur að brugðist hafi verið við öllum viðeigandi athugasemdum. Skipulagsfulltrúa falið að fullvinna málið. Bókun fundar SIS víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

  Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

  SIS kemur aftur inná fundinn.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 168 Málinu frestað. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við umsækjendur. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 168 Nefndin telur að brugðist hafi verið við öllum viðeigandi athugasemdum. Skipulagsfulltrúa falið að fullvinna málið. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 168 Nefndin samþykkir byggingaráform með fyrirvara um grenndarkynningu og að reglum um fjarlægð frá lóðarmörkum sé fylgt. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • 1.7 2210019 Eyrarþorpið
  Skipulags- og byggingarnefnd - 168 Nefndin gerir ekki athugasemd við lýsinguna og samþykkir að hún fari í auglýsingarferli og að haldinn verði íbúafundur þar sem verkefnið verður kynnt. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 168 Nefndin hafnar umsókninni.Fyrirhugðuð framkvæmd samræmist ekki deiliskipulagi. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 168 Umsóknin samræmist deiliskipulagi, nefndin samþykkir umsóknina. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 168 Nefndin hafnar því að leyfa byggingu frístundahúss á íbúðarhúsalóð, byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjendur um næstu skref. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 168 Umsóknin samræmist deiliskipulagi, nefndin samþykkir umsóknina. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

  Pálmar yfirgefur fundinn.

2.Uppsögn á samning um skólaakstur

2304022

Hermann Ingi Ingólfsson hefur sagt upp samningi um skólaakstur eftir rúmlega 40 ára þjónustu.
Sveitarstjórn þakkar Hermanni Inga fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins, sérstaklega barna í sveitarfélaginu og óskar honum velfarnaðar. Sveitarstjóra falið að bjóða út skólaakstur.

3.Samfélagsstyrkur Kjósarhrepps - útileiksvæði Vindáshlíð

2306001

Vindáshlíð sumarbúðir KFUM og KFUK fyrir stúlkur á aldrinum 8-16 ára sækir um styrk til að gera útisvæðið við sumabúðirnar betra. Stefnt er að því að koma upp útileiktækjum m.a. ærslabelg, eldstæði, bekk og áningaborði. Sótt er um styrk að upphæð 450.000.
Markmið samfélagsstyrkja Kjósarhrepps er að styrkja og styðja einstaklinga, frjálsfélagasamtök, stofnanir og hópa. Styrkjunum er ætlað að stuðla að frumkvæði og
samheldni í samfélagsverkefnum og virkja þann samfélagsauð sem sveitafélagið býr yfir. Umsóknin uppfyllir ekki þá hugmynd að styrkurinn sé ætlaður þannig að hann gagnist samfélaginu í Kjósarhreppi. Tækin eru á lokuðu svæði, þ.e. ekki opin íbúum Kjósarhrepps sem væri til þess fallið að styrkja umsóknina. Engu að síður er velvilji í sveitarstjórn til starfseminnar í Vindáshlíð og þess vegna samþykkir sveitarstjórn styrk að upphæð 150 þús.kr.

4.Samfélagsstyrkur Kjósarhrepps-Varðveisla menningarminja.

2304017

Upp úr 1950 gekkst Átthagafélag Kjósarhrepps fyrir gerð kvikmyndar er sýnir alla bæi og flesta íbúa Kjósarhrepps á þeim tíma, ásamt ýmsu öðru áhugaverðu. Hugmynd kom upp að þörf væri á að nafngreina einstaklinga í myndinni á meðan tök væri á. Þorsteinn Veturliðason hefur unnið ötullega að þessu verkefni, grafið upp öll nöfn og unnið að útfærslu í samvinnu við Bergvík ehf, um birtingu nafna í myndinni sjálfri. Þessu verkefni er nú lokið og hefur Bergvík afhent myndina uppfærða. Útlagður kostnaður er u.þ.b.168 þúds.kr. þegar umsókn var gerð var talið að kostnaður væri 140 þús.kr. en er í raun 168 þús.kr. og hefur verið greiddur af Þorsteini Veturliðasyni. Sótt erum styrk að upphæð 168 þús.
Sveitarstjórn þakkar Þorsteini fyrir þá vinnu sem hann hefur lagt í verkið og þar með til varðveislu sögulegra minja Kjósrhrepps og samþykkir styrk að upphæð 168 þús.kr.

5.Samfélagsstyrkur Kjósarhrepps-Veiðin með Gunnari Bender

2304018

Gunnar Bender sækir um styrk vegna þáttagerðar um Gísla á Neðri Hálsi og þátt um dorgveiði í Meðalfellsvatni. Þættirnir eru fjármagnaðir með auglýsingum og styrkjum. Þættirnir verða sýndir á Sjónvarpi Símans, Stöð tvö og Vísi. Sótt er um styrk að upphæð 300.000.
Sveitarstjórn Þakkar Gunnari fyrir þá auglýsingu sem þættirnir hans eru fyrir Kjósina og samþykkir styrk að upphæð 150 þús.kr.

6.Erindisbréf Fjölskyldu- og menningarnefnd Kjósarhrepps

2305006

Drög að erindisbréfi Fjölskyldu- og menningarnefnd Kjósarhrepps lagt fram til umræðu.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við drög að erindisbréfi og felur sveitarstjóra að leggja það fyrir Fjölskyldu- og menningarnefnd á fyrsta fundi hennar.

7.Matsskyldufyrirspurn vegna vetnisframleiðslu

2306007

Qair undirbýr tilraunaframleiðslu á vetni á Grundartanga í samvinnu við Íslenska
vetnisfélagið ehf. Vetnið verður notað til að þjónusta vetnisstöðvar Íslenska
vetnisfélagsins víða um land. Settur verður upp 5 MW rafgreinir með möguleika á
stækkun um helming.Helstu áhrifaþættir verkefnisins eru framkvæmdir við að setja upp starfsemina og árekstrartíma búnaður og rekstur stöðvarinnar. Áhrifin eru helst rask og ásýndarbreytingar.
Losun í andrúmsloft er hreint súrefni og ekki verður losun í jörð eða vatn. Umhverfisþættir sem fjallað er um eru loftgæði, hljóðvist, gróðurfar, ásýnd, vatn, lífríki, menningarminjar,loftslag, öryggi og heilsa. Framkvæmdin er í samræmi við skipulag en mannvirki rúmast innan byggingarreits deiliskipulags og uppfylla ákvæði þess.Niðurstaða þessarar matsskyldufyrirspurnar er að framkvæmdir séu ekki líklegar til að valda verulegum neikvæðum umhverfisáhrifum í skilningi laga nr. 111/2021 umumhverfismat framkvæmda og áætlana.

Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 er hér með óskað eftir að hagaðilar gefi umsögn um ofangreinda framkvæmd
Vegna þess hve stuttur tími var gefin til að veita umsögn um málið gafst ekki tími til þeirrar vinnu. Sveitarstjórn gerir athugasemd við hve stuttur umsgnarfrestur er veittur til umsagnar.

8.Beiðni um um greiðslu kennslukostnaðar í tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags skólárið 2023-2024

2306010

Lögð er fram Beiðni um um greiðslu kennslukostnaðar í tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags skólárið 2023-2024. Áætlaður heildarkostnaður er um 900 þús.
Sveitarstjórn samþykkir beiðni um greiðslu kennslukostnaðar tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags skólárið 2023-2024.

9.Skipun í Fjölskyldu- og menningarnefnd Kjósarhrepps

2306016

Gerð er tillaga að aðalmenn A-lista verði: Helga Hermannsdóttir, Andri Jónsson og Sigrún Finnsdóttir. Til vara: Brynja Baldursdóttir og Ólöf Ósk Guðmundsdóttir, skipun þriðja varamanns frestað..

Gerð er tillaga að aðalmenn Þ-lista verði: Þóra Jónsdóttir og Guðrún Ólöf Sigmundsdóttir. Til vara: Arna Grétarsdóttir og Sævar Jóhannesson.
Sveitarstjórn samþykkir tillögurnar.

10.Aðalfundur Kjósarveitna 2023-fundargerð

2306008

Fundargerð lögð fram til kynningar

11.Aðalfundur Leiðarljóss 2023-fundargerð

2306009

Fundargerð lögð fram til kynningar

13.Fundaargerðir 17., 18. og 19. fundar stjórnar Leiðarljóss ehf

14.Fundargerðir 926.,927. og 928. fundar stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga

15.Fundargerði 557. og 558. fundar stjórnar SSH

2306002

Fundargerðir lagðar fram til kynningar

16.Skrifstofa Kjósarhrepps

2306004

Sveitarstjóri kynnir tillögur að fyrirhugðum breytingum á störfum innan skrifstofu.
Mál lagt fram til umræðu.

17.Bréf frá Regínu Hansen Guðbjörnsdóttir sveitarstjórnarfulltrúa

2306005

Tekið til umræðu.
Bréf lagt fram til umræðu.

18.Betra Ísland og grænna

2305031

Lagt fram til kynningar.

19.Umhverfisvöktun iðjuvera 2022

2305032

Lagt fram til kynningar.

20.Skipulag skógræktar-ábyrgð sveitarstjórna

2306003

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.