Fara í efni

Sveitarstjórn

287. fundur 07. febrúar 2024 kl. 16:00 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Jóhanna Hreinsdóttir (JH) oddviti
  • Sigurþór Ingi Sigurðsson (SIS) nefndarmaður
  • Jón Þorgeir Sigurðsson (JÞS) nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson (ÞJ) nefndarmaður
  • Þóra Jónsdóttir (ÞJ) nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá
Oddviti leitaði frábrigða og óskaði eftir að taka eftirfarandi mál á dagskrá.
Mál nr. 2210023 Brottnám girðinga við þjóðveg.

1.Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 7

2401002F

  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 7 Skipulags-, umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan hljóti málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar ÞJ víkur af fundi.

    Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar

    ÞJ kemur aftur inná fundinn.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 7 Skipulags-, umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan hljóti málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 7 Skipulags-, umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan hljóti málsmeðferð í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 7 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd gerir ekki athugasemd og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðarinnar með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki þinglýstra eiganda upprunalands. Bókun fundar Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 7 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðanna þar sem fyrir liggur samþykki þinglýstra eiganda upprunalands, þó með þeim fyrirvara um sýnilega aðkomu að lóðinni Sandslundi 17 (L215928) og kvöð um að hindra ekki aðgengi um Flekkudalsveg. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar með þeim fyrirvara að aðkoma að nærliggjandi lóðum sé tryggð frá Flekkudalsvegi.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 7 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingu á afmörkunum með fyrirfara um samþykki þinglýstra eiganda lóðanna og aðliggjandi lóða auk stofnun lóðarinnar Stekks 6 með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki þinglýstra eiganda upprunalands. Nefndin bendir jafnframt á að notkun lóðanna helst óbreytt. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 7 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 2.mgr. 44.gr. skipulagslaga. Nefndin er sammála að kynna erindið fyrir Fiskistofu og Veiðifélagi Kjósarhrepps.
    Nefndin bendir jafnframt á að ef heitt vatns finnst og á áætlun er að byggja dæluhús kallar það á breytingu á gildandi deiliskipulagi.
    Skipulagsfulltrúa falið að veita framkvæmdarleyfi þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 7 gr. reglugerðar um framkvæmdarleyfi nr. 772/2012.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 7 Skipualgs- umhverfis og samgöngunefnd fjallaði um málið og leggur til við sveitarstjórn að stofna slíkan hóp. Bókun fundar Sveitarstjórn fagnar tillögunni og samþykkir að stofna starfshóp sem endurspeglar fjölbreytileika samfélagsins. Oddvita falið að koma með tillögu að tilnefningum í samstarfi við formann skipulagsnefndar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 7 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinna með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 2.mgr. 44.gr. skipulagslaga.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 7

2.Merkingar við þjóðveg varðandi búfé.

2401043

Til að draga úr þeirri hættu sem skapast við lausagöngu stórgripa er lagt til að sett verði upp viðvörunarskilti við þjóðveg.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram með Vegagerðinni.

3.Útboð á Snjómokstri og hálkuvörn í Kjósarheppi.

2401045

Lagt er til að farið verði í útboð á snjómokstri og hálkuvörn í Kjósarhreppi. Stefnt skuli að því að útboði skuli lokið fyrir næsta vetur.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða og felur sveitarstjóra að hefja vinnu við útboð og segja upp samningi við núverandi verktaka.

4.Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Kjósarhreppi_2024

2402002

Lögð er fram gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Kjósarhreppi fyrir árið 2024 til staðfestingar.
Vegna innleiðingar nýrra laga um úrgangsál hefur kostnaður við málflokkinn aukist gríðarlega. Mikill halli hefur verið á málflokknum frá innleiðingu þó dregið hafi úr honum á síðasta ári. Í fjárhagsáætlun 2024 er gert ráð fyrir rúmlega 6 m.kr. halla, en vonir standa til að með aðhaldsaðgerðum og breyttu fyrirkomulagi verði hann minni. Sveitarstjórn er óheimilt að greiða þennan málflokk niður með öðrum tekjum, því verða þjónustugjöld vegna úrgangsmála að standa undir þessum kostnaði. Markmið sveitarstjórnar er að draga úr þessum kostnaði eins og kostur er í samstarfi við íbúa á næstu misserum.
Sveitarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá samhljóða.

5.Frávikagreining reksturs Kjósarhrepps 2023

2304029

Lögð er fram frávikagreining reksturs Kjósarhrepps 2023.
Fráveikagreining lögð fram til kynningar.

6.Möguleg sameining Kjósarhrepps við önnur sveitarfélög, tekin til síðari umræðu.

2312001

Tekin til síðari umræðu ákvörðun um hvort hvort hefja eigi formlegar sameiningarviðræður við annað eða önnur sveitarfélög á grundvelli 119. gr. sveitarstjórnarlaga.

Sveitarstjórn samþykkir að hefja óformlegar viðræður við einhver nágrenna sveitarfélaganna með það í huga að hefja formlegar viðræður finnist grundvöllur til þess. Stefnt er að því að valkostir liggi fyrir á næstu mánuðum.

7.Umsókn um styrk til ungmennis vegna landsliðsferðar á HM U20 í íshokkí

2402005

Benedikt Bjartur Olgeirsson sækir um styrk til Kjósarhepps vegna þátttöku í heimsmeistaramóti U20 í íshokkí sem haldið var í Serbíu í janúar 2024. Það fylgir því mikill kostnaður að taka þátt í landsliðsverkefnum ekki einungis vegna keppnisferðarinnar sjálfrar heldur einnig vegna alls undirbúnings eins og æfingabúðir í Reykjavík og Akureyri.
Samþykkt samhljóða.

8.Brottnám girðingar við þjóðveg

2210023

Minnisblað Vegagerðarinnar lagt fram til umræðu.

9.Fundargerð 941. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

10.Fundargerð 572. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðisinu.

2402004

Fundi slitið.