Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 21
2504002F
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 21
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 21 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd í samræmi við 1. mgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 21 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd í samræmi við 1. mgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 21 Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd bendir á að breyting á að stærð lóðarinnar kallar á breytingu á deiliskipulagi þar sem ekki er samræmi á milli nýrrar stærðar lóðar og uppgefinnar stærðar í gildandi deiliskipulagi. Nefndin bendir á að stærð aðliggjandi lóða mun minnka við þessa breytingatillögu. Nefndin felur Verkefnastjóra að ræða við umsóknaraðila, lóðarhafa nærliggjandi lóða og landeigendur um gerð deiliskipulagsbreytingar.
Nefndin frestar afgreiðslu málsins. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar. -
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 21 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir umsóknina með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 2.mgr. 44.gr. skipulagslaga. Grendarkynnt fyrir lóðunum Lækjarhvammur L230710, Hólalækur L230707, Bær L210357 og Stapakot L230708. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist , sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Vakin er athygli á að leiðrétta þarf lóðarmörk L230708 Stapakot með tilliti til vegtengingar. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 21 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir umsóknina og er sammála um að falla frá grenndarkynningu sbr. 3.mgr.44.gr Skipulagslaga 123/2010, enda liggi allar meginforsendur fyrir í aðalskipulagi. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist , sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Bókun fundar Jóhanna Hreinsdóttir felur vara oddvita fundarstjórn og víkur af fundi.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
Jóhanna kemur aftur inná fundinn.
2.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 7
2504001F
- 2.1 2412013 Stampar 8, L199321 - Umsókn um byggingarheimild eða- leyfiAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 7 Umsókn samrýmist lögum nr. 160/2010 og er hér með gefin út byggingarheimild.
- 2.2 2403021 Vatnsbakkavegur 11, L228627 Umsókn um byggingarheimild eða- leyfiAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 7 Umsókn samrýmist lögum nr. 160/2010 og er hér með gefin út byggingarheimild. Lóðarstærð 4000m2 byggingarmagn 0,03.
- 2.3 2503043 Langimelur 4, L232904 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 7 Umsókn samrýmist lögum nr. 160/2010 og er hér með gefin út byggingarheimild. Lóðarstærð 5500m2 byggingarmagn 0,03.
3.Flekkudalur, L126038 - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi
2406038
Erindið var áður á 303. fundi sveitarstjórnar 5. mars 2025 á þeim fundi var málin hafnað þar sem sveitarstjórn taldi svör Veðurstofu um þörf á ofanflóðamati ekki vera afgerandi. Nú hefur staðfesting fengist á því að með vísan til núgildandi reglugerðar um ofanflóðamat sé ekki þörf á ofanflóðamati. Í ljósi þess er lagt til að sveitarstjórn samþykki umsóknina.
Jóhanna, Sigurþór, Jón Þorgeir og Þórarinn samþykkja breytinguna á deiliskipulaginu. Þóra gerir athugasemd við forsendur reglugerðar um ofanflóðamat með tilliti til breyttrar notkunar á frístundahúsum og situr hjá við afgreiðslu málsins.
4.Breyting á skipan í Fjölskyldu- og menningarnefnd
2504016
Helga Hermannsdóttir, formaður nefndarinnar (A), hefur óskað eftir lausn frá nefndarstörfum, fyrir hana tekur Sigrún Finnsdóttir(A) sæti formanns og Brynja Baldursdóttir (A), varamaður tekur sæti Sigrúnar sem aðalmaður.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
5.Samfélagsstyrkur vor 2025
2503027
Eftirfarandi aðilar sóttu um styrk úr Samfélagssjóði Kjósarhrepps í vorúthlutun:
Fagurferðir, sækja um 450.000 kr. styrk vegna verkefnisins Leiðin, performatív pílgrímsganga í Kjós.
Gunnar Bender, sækir um 250.000 kr. styrk vegna gerð veiðiþátta í Kjósinni.
Hestamannafélagið Adam, sækir um 1.000.000 kr. styrk vegna viðhalds á reiðstígum og hestasýninga.
Reynivallakirkja, sækir um 500.000 kr.styrk vegna endurbóta á kirkjunni.
Sigurbjörn Hjaltasons, sækir um 500.000 til 800.000 kr. styrk vegna skráningu muna á Samansafninu í Kjós.
Fossá skógræktarfélag, sækir um 700.000 til 1.500.000 kr. styrk til endurgerðar Fossárrettar á jörðinni Fossá.
Fagurferðir, sækja um 450.000 kr. styrk vegna verkefnisins Leiðin, performatív pílgrímsganga í Kjós.
Gunnar Bender, sækir um 250.000 kr. styrk vegna gerð veiðiþátta í Kjósinni.
Hestamannafélagið Adam, sækir um 1.000.000 kr. styrk vegna viðhalds á reiðstígum og hestasýninga.
Reynivallakirkja, sækir um 500.000 kr.styrk vegna endurbóta á kirkjunni.
Sigurbjörn Hjaltasons, sækir um 500.000 til 800.000 kr. styrk vegna skráningu muna á Samansafninu í Kjós.
Fossá skógræktarfélag, sækir um 700.000 til 1.500.000 kr. styrk til endurgerðar Fossárrettar á jörðinni Fossá.
Sveitarstjórn samþykkir að veita tilgreinda styrki til eftirfarandi aðila.
Samansafnið fær 250.000 kr.
Gunnar Bendir fær 125.ooo kr.
Hestamannafélagið Adam 500.000 kr.
Fagurferðir 225.000 kr.
Reynivallakirkja 250.000 kr.
Þar sem óvenju mörg verkefni sóttu eftir styrk að þessu sinni var ákveðið, til að vera innan fjárheimilda að veita ekki styrk að þessu sinni til Fossár skógræktarfélags þar sem þeir fengu hæsta styrkinn í síðustu úthlutun kr. 900.000. Þeim er ráðlagt að sækja um aftur síðar því verkefnið er mjög þarft og áhugavert.
Samansafnið fær 250.000 kr.
Gunnar Bendir fær 125.ooo kr.
Hestamannafélagið Adam 500.000 kr.
Fagurferðir 225.000 kr.
Reynivallakirkja 250.000 kr.
Þar sem óvenju mörg verkefni sóttu eftir styrk að þessu sinni var ákveðið, til að vera innan fjárheimilda að veita ekki styrk að þessu sinni til Fossár skógræktarfélags þar sem þeir fengu hæsta styrkinn í síðustu úthlutun kr. 900.000. Þeim er ráðlagt að sækja um aftur síðar því verkefnið er mjög þarft og áhugavert.
6.Frávikagreining fjárhagsáætlunar 2025
2505001
Lögð er fram frávikagreining rekstrar við fjárhagsáætlun vegna fyrstu þriggja mánaða ársins 2025.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við niðurstöður frávikagreiningarinnar og þakkar sveitarstóra.
Sigurþór Ingi víkur af fundi.
7.Samningur um grenjavinnslu 2025-2029
2505002
Lagður er fram til umræðu samningur við Óðinn Elísson, Einar Kristján Stefánsson og Sigurþór Inga Sigurðsson um grenjavinnslu í Kjósarhreppi sem gilda á frá 1. maí 2025 til 1. ágúst 2029. Gerð er tillaga að samningi.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að samningi og felur sveitarstjóra að ganga til samninga við skotmenn.
Sigurþór Ingi kemur aftur á fundinn.
8.Ársreikningur Kjósarhrepps 2024
2503039
Tekinn er til síðari umræðu ársreikningur Kjósarhrepps fyrir árið 2024.
Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi í A og B hluta var jákvæð um 103.897 m.kr. Í A hluta var niðurstaðan jákvæð um 101.834 m.kr.
Laun og launatengd gjöld á árinu námu alls 105.270 m.kr. en í A hluta um 73.871 m.kr. Stöðugildi hjá sveitarfélaginu voru um 4,9 í árslok.
Eigið fé A og B hluta sveitarfélagsins í árslok nam 463.423 m.kr. samkvæmt efnahagsreikningi en eigið fé A hluta nam kr. 593.672 m.kr.
Rekstur sveitarsjóðs stendur traustur, þrátt fyrir að ekki sé veið að fullnýta heimildir til álagninu útsvars og fasteignaskatta. Stefnt er að áframhaldandi aðhaldi í rekstri.
Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi í A og B hluta var jákvæð um 103.897 m.kr. Í A hluta var niðurstaðan jákvæð um 101.834 m.kr.
Laun og launatengd gjöld á árinu námu alls 105.270 m.kr. en í A hluta um 73.871 m.kr. Stöðugildi hjá sveitarfélaginu voru um 4,9 í árslok.
Eigið fé A og B hluta sveitarfélagsins í árslok nam 463.423 m.kr. samkvæmt efnahagsreikningi en eigið fé A hluta nam kr. 593.672 m.kr.
Rekstur sveitarsjóðs stendur traustur, þrátt fyrir að ekki sé veið að fullnýta heimildir til álagninu útsvars og fasteignaskatta. Stefnt er að áframhaldandi aðhaldi í rekstri.
Sveitarsjtórn samþykkir ársreikning 2024 við síðari umræðu og þakkar sveitarstjóra og öðru starfsfólki fyrir þeirra þátt í góðum rekstri sveitarfélagsins.
9.Umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna Þórufoss
2306039
Í kjölfar þessa að þættirnir Games of Throwns voru teknir upp að hluta við Þórufoss í Landi Fremra Háls, hefur ásókn ferðamanna aukist gríðarlega. Þetta hefur orðið til þess að töluvert hefur myndast af villistígum að fossinum og niður með Laxá. Viðkvæmur gróður hefur verið troðinn niður og oft myndast töluverð hætta fyrir ferðamenn um hávetur vegna slæmrar færðar. Vegna alls þessa sótti Kjósarhreppur í samstarfið við Landeiganda um styrk til Framkvæmdasjóðs feramannastaða til að vinna að skipulagsgerð og hönnun gönguleiða og útsýnispalls við fossinn. Í svari frá sjóðnum sem barst núna í byrjun Maí, kemur fram að Kjósahreppur hafi fengið 2.200.000 kr. til verksins.
10.Framkvæmdir við Félagsgarð
2505005
Klæðningin á Félagsgarði er farin að láta verulega á sjá, til stendur að skipta út vesturhlið hússins á þessu ári. Leitað var verðtilboða hjá 4 smiðum í sveitinni í vinnu við verkið. Einungis barst svar frá H-verk og hljómar boðið uppá 4.600.000 kr. m/vsk.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tilboðið frá H-Verk
11.Áskorun vegna Norðurljósaferða í Kjósina með tilliti til umferðaröryggis.
2505011
Norðurljósaferðir eru í boði fyrir erlenda ferðamenn víða á Íslandi. Algengt er að ferðaþjónustuaðilar komi með ferðamenn í Kjósina á myrkum vetrarkvöldum í slíkar ferðir. Stór hætta skapast þegar rútur með hóp ferðamanna stöðva úti í kanti á Hvalfjarðarveginum eða á sveitavegum, því bílstjórar sem aka hjá sjá fólkið ekki fyrr en einmitt þegar ekið er framhjá þeim. Ferðamennirnir eru yfirleitt án endurskinsmerkja og rúturnar sem þeim er ekið í, ljóslausar og ekki hafðar í gangi til að minnka ljósmengun við norðurljósaskoðunina. Staðir sem valdir eru til sýninganna eru ómerktir og handahófskenndir. Yfirleitt er rútum lagt í útskotum á vegsvæði og lítið pláss ætlað fyrir fólkið. Ferðamenn verða uppnumdir af norðurljósunum og kunna að vera ómeðvitaðir um aðra umferð. Stundum gerist það að ferðamenn standa á miðjum Hvalfjarðarveginum og gera sér ekki grein fyrir hættunni sem að þeim stafar af bílaumferð. Að mati sveitarstjórnar er það aðeins tímaspursmál hvenær slys verður.
Með umferðaröryggi í huga skorar sveitarstjórn Kjósarhrepps á alla þá ferða-þjónustuaðila sem bjóða uppá slíkar ferðir að leggja sínum viðskiptavinum til endurskinsmerkt vesti á meðan á skoðuninni stendur. Slík vesti eru einföld og ódýr ráðstöfun til að auka öryggi viðskiptavinarins. Eins hvetur sveitarstjórn til þess að staðir þar sem fólki er hleypt út séu ekki við Hvalfjarðarveg.
Með umferðaröryggi í huga skorar sveitarstjórn Kjósarhrepps á alla þá ferða-þjónustuaðila sem bjóða uppá slíkar ferðir að leggja sínum viðskiptavinum til endurskinsmerkt vesti á meðan á skoðuninni stendur. Slík vesti eru einföld og ódýr ráðstöfun til að auka öryggi viðskiptavinarins. Eins hvetur sveitarstjórn til þess að staðir þar sem fólki er hleypt út séu ekki við Hvalfjarðarveg.
Sveitarstjórn samþykkir áskorunina samhljóða og felur sveitarstjóra að koma áskoruninni til viðeigandi aðila.
12.Umsókn um niðurfellingu byggingarleyfisgjalda
2505012
Lögð er fram umsókn um niðurfellingu byggingarleyfisgjalda vegna vegna fyrirhugaðrar byggingjar aðstöðuhús við Reynivallakirkju frá sóknarnefnd Reynivallarkirkju.
1. afgreiðslugjald: kr.15.504
2. D. eða E. liður, leyfisgjald: kr. 109.815
3. Yfirferð teikninga: kr. 19.638
1. afgreiðslugjald: kr.15.504
2. D. eða E. liður, leyfisgjald: kr. 109.815
3. Yfirferð teikninga: kr. 19.638
Sveitarsjórn samþykkir samhljóða að fella niður umbeðin byggingareyfisgjöld.
13.Fundargerð 27. fundar stjórnar Leiðarljóss ehf.
2504003
Fundargerð lögð fram til kynningar.
14.Fundargerð 85. fundar stjórnar Kjósarveitna.
2504002
Fundargerð lögð fram til kynningar.
15.Fundargerð 602. til 605. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
2505003
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
16.Fundargerðir 973. til 976. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
2505004
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
17.Fundargerðir 85. til 87. fundar stjórnar Kjósarveitna ehf.
2505006
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
18.Fundargerð Aðalfundar Kjósarveitna ehf.
2505007
Fundargerð lögð fram til kynningar.
19.Fundargerð 137. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins
2505010
Fundargerð lögð fram til kynningar.
20.Fundargerð Aðalfundar Ljeiðarljóss ehf.
2505009
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:40.
Mál nr: 2505012 Umsókn um niðurfellingu byggingarleyfisgjalda
Mál nr: 2505009 Fundargerð Aðalfundar Leiðarljóss ehf.
Samþykkt samhljóða