Fara í efni

Sveitarstjórn

307. fundur 02. júlí 2025 kl. 16:00 - 17:45 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Jóhanna Hreinsdóttir (JH) oddviti
  • Sigurþór Ingi Sigurðsson (SIS) nefndarmaður
  • Jón Þorgeir Sigurðsson (JÞS) nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson (ÞJ) nefndarmaður
  • Sævar Jóhannesson (SJ) varamaður
    Aðalmaður: Þóra Jónsdóttir (ÞJ)
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 23

2506002F

  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 23 Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 23 Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að fyrir liggi eignar- og afnotaréttur að vatnsbóli VB9. Bókun fundar SIS víkur af fundi.
    Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu nefndarinnar, en vill benda á að efnistaka sem skilgreind er í deiliskipulaginu með áætluðu magni allt að 10.000 m3 er háð framkvæmdaleyfi sveitarfélagsins og þarf að vera í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir sveitarfélagsins. Í endurskoðuðu aðalskipulagi Kjósarhrepps sem er í vinnslu er lagt til að minni háttar efnistaka til eigin nota verði leyfileg að hámarki 500 m3 og því þyrfti að breyta greinargerð deiliskipulags til samræmis við þá stefnumörkun eða taka svæðið út úr tillögunni. Öll efnistaka umfram það þyrfti að fara fram á skilgreindum efnistökusvæðum sem haga gilt framkvæmdaleyfi.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 23 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd bendir umsækjanda á að komi til stofnun lóða þurfi deiliskipulag fyrir svæðið að liggja fyrir. Bókun fundar SIS kemur aftur inn á fundinn.
    Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 23 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd bendir á að framkvæmdin sé þess eðlis að hún sé undanskilin framkvæmdarleyfi vegna lítils umfangs og umhverfisáhrifa. Nefndin bendir jafnframt á að gera þurfi skriflegt samkomulag milli sveitarfélagsins og eigenda Myllulækjar ef framkvæmdin er í Ásgarðslandi sem tilheyrir sveitarfélaginu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 23 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila staðsetningu gestahússins með tilliti til upptalinna aðstæðna á lóðinni og fyrirliggjandi samþykkis nágranna, og feli byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar 112/2012.
    Sveitarfélagið er eigandi að umræddum lóðarmörkum sunnan við lóðina og ætti staðsetningin því ekki að hafa áhrif á aðra en sveitarfélagið og umsækjenda og telur því ekki þörf á að grenndarkynna erindið að nýju sbr. 3.mgr. 44 gr. skipulagslaga 123/2010.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 23 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd vísar erindinu áfram til sveitarstjórnar en bendir jafnframt á að aðkoma að húsinu uppfylli ekki ákvæði aðalskipulags Kjósarhrepps hvað varðar íbúðarbyggð sbr. 2.2.1. gr.
    Bókun fundar Samkvæmt gr. 2.2.1 í ASK Kjósarhrepps 2017-2029, skulu ný svæði fyrir íbúðarbyggð staðsett með tilliti til núverandi samgöngu- og veitukerfa. Sveitarstjórn telur aðkomu að fyririhugaðri byggingu ekki uppfylla fyrrnefnda grein og leggur því til að aðkoman verði frá þeim vegi sem er til staðar nú þegar og liggur næst fyrirhugaðri byggingu. Sveitarstjórn hafnar því tillögunni eins og hún liggur fyrir núna.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 23 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 23 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið með fyrirvara um að stækkun lóðarinnar liggi fyrir og grenndarkynningu án athugasemda sbr. 2. mgr. skipulagslaga 123/2010. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarleyfi þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

    Nefndin er sammála um að grenndarkynna fyrir eigendum Kiðafells L126148, Kiðafells 3 L201361, Kiðafells L126143 og Vegagerðinni.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 23 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd hafnar umsókninni þar sem byggingaráform samræmast ekki aðalskipulagi Kjósarhrepps.

    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 23 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda sbr. 2. mgr. skipulagslaga 123/2010. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

    Nefndin er sammála um að grenndarkynna fyrir eigendum að Hömrum 1 L126206, Hlíð 25 L126222, Hlíð 24 L126342 og Hlíð 26 L126223.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

2.Fjallskil 2025

2506007

Fjallskil til lögrétta í Kjósarhreppi á þessu hausti verða á eftirtöldum dögum í Kjósarrétt. 1. rétt verður sunnudaginn 21. september kl:15:00, 2. rétt verður sunnudaginn 5. október kl. 15:00. Samkvæmt 10. gr. fjallskilasamþykktar fyrir Landnám Ingólfs Arnarsonar nr.775/2020 segir: Allir, sem jörð hafa til ábúðar eða umráða, og allir sem sauðfé eiga eða hafa undir höndum eru fjallskilaskyldir samkvæmt fyrirmælum sveitarstjórna eða fjallskilanefnda. Hver maður er fjallskilaskyldur í því sveitarfélagi þar sem hann notar upprekstrarland fyrir fé sitt eða á land. Til leita í hverju upprekstrarlandi ber einkum að skipa þá er það nýta. Samkvæmt 11. gr. fjallskilasamþykktar fyrir Landnám Ingólfs Arnarsonar nr.775/2020 segir: Aðalhaustleitir skulu vera tvennar. Þá skal smala allt land þar sem fénaður hefur gengið á sumarbeit, sem mest á sama tíma. Sérstaklega skal þess gætt að göngur fari fram samtímis á samliggjandi leitarsvæðum svo að eigi verði misgöngur. Skulu leitarstjórar hafa samráð um þá tilhögun sem best er talin henta til að tryggja samræmingu við smölun.

Helgi Guðbrandsson, Hækingsdal, sér um smölun á landi Stóra-Botns, sunnan varnargirðingar. Réttarstjóri í Kjósarrétt verður Sigurður Ásgeirsson, Hækingsdal. Marklýsingarmenn í Kjósarrétt verða Dóra S. Gunnarsdóttir, Hækingsdal og Þorbjörg Skúladóttir Írafelli. Í útréttir fara eftirtaldir: 1. Þingvallarétt Helgi Guðbrandsson, Hækingsdal. 2. Þingvallarétt, Helgi Guðbrandsson, Hækingsdal.
Samþykkt samhljóða.

3.Samningur um hönnun ferðamannaaðstöðu og útsýnispalls við Þórufoss

2506042

Lagður er fram samningur við Sei Studio hönnun ferðamannaaðstöðu og útsýnispalls við Þórufoss í Kjósarhreppi. Verkefnið hefur hlotið styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, Sei ehf. tekur að sér hönnun og útfærslu samkvæmt þessum samningi. Markmiðið er að skapa aðlaðandi, örugga og umhverfisvæna aðstöðu sem fellur vel að náttúrufari svæðisins og styður við sjálfbæra ferðamennsku.
Sveitarstjórna staðfestir samninginn samhljóða og felur sveitarstjóra undirrita fyrir hönd Kjósarhrepps.

4.Leigusamningur um Hurðarbaksholt

2405019

Lagður er fram til staðfestingar samningur um leigu á 5300 fm landi (Hurðarbaksholt) undir móttökustöð úrgangs, landnr. 208103. Samningurinn er afturvirkur og leigist landið frá 1. október 2022, þegar fyrri samningur rann út.
Sveitarstjórna staðfestir samninginn samhljóða og felur sveitarstjóra undirrita fyrir hönd Kjósarhrepps.

5.Steðjabrekka, Hvammsvík L126106 Umsókn um stofnun lóða

2504031

Lögð er fyrir Stofnun lóðar úr landi Hvammsvíkur sem getið er í afsali frá 1977 undanþegin "landspilda vestan Skeiðhóls, ofan vegs, ca 5000 fm. að stærð". Þessi lóð er merkt inn á deiliskipulag Hvammsvíkur og merkt sem ekki skipulögð. Merkjalýsing liggur fyrir og búið að hnita afmörkun lóðarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir stofnun lóðarinnar með fyrirvara um að fyrir liggi undirritun núverandi landeiganda á merkjalýsingu lóðarinnar.

6.Umsókn um greiðslur vegna námsvistar utan lögheimilis-Leikskólar

2506018

Lögð er fram umsókn um greiðslur vegna námsvistar utan lögheimilis fyrir skólaárið 2025-2026 frá forráðamönnum Bryndísi Helgadóttur og Antoni Mána Svanssyni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða umsóknina.

7.Viðauki við fjárhagsáætlun 2025-2028

2504026

Lagður er fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun Kjósarhrepps fyrir árin 2025-2028 til staðfestingar.
Sveitarsjtórn staðfestir samhljóða framlagðan fyrsta viðauka við fjárhagsáætlun Kjósarhrepps 2025-2028.

8.Tillaga um að lækka álagningahlutfall fasteignagjalda 2026.

2506039

Í ljósi þess að fasteignamat hefur hækkað töluvert umfram verðlagsvísitölu er lögð fram tillaga um að álagningahlutfall fasteignagjalda í A-flokki, fyrir árið 2026, verði lækkuð þannig að hækkun fasteignagjalda endurspegli ekki þá miklu hækkun sem felst í hækkuðu fasteignamati heldur feli í sér hækkun í takt við verðlagsþróun.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða og felur sveitarstjóra að leggja fasteignagjöld á samkvæmt þessari bókun og koma með tillögu að álagninga hlutfalli í samræmi við bókunina.

9.Fundargerð 139. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.

2506029

Fundargerð lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 980., 981. og 982. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

11.Fundargerðir 608. og 609. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

2506041

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:45.