Fara í efni

Sveitarstjórn

309. fundur 03. september 2025 kl. 16:00 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Jóhanna Hreinsdóttir (JH) oddviti
  • Sigurþór Ingi Sigurðsson (SIS) nefndarmaður
  • Jón Þorgeir Sigurðsson (JÞS) nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson (ÞJ) nefndarmaður
  • Þóra Jónsdóttir (ÞJ) nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá
Oddviti leitar frábrigða og óskar eftir að taka eftirfarandi mál á dagskrá:
Má nr: 2509003

1.Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 24

2508002F

  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 24 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd bendir á að í deiliskipulagi kemur eftirfarandi fram:,, þau hús sem þegar eru risin og eru staðsett innan 50 metra frá ám og vötnum er heimilt að endurbyggja og skal miða stærð þeirra og hæð við núverandi hús''. Einnig kemur þar fram að þakhalli skuli vera 20 - 45 °. Skv. fyrirliggandi teikningum er þakhalli 14,5° og mænishæð 4,2 m (3,5 m á eldri teikningum og þakhalli 18 °).
    Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir umsóknina með fyrirvara um að gerð verði breyting á deiliskipulagi hvað varðar þakhalla auk grenndarkynningar án athugasemda skv. 2.mgr. 44.gr. skipulagslaga hvað varðar stærð og mænishæð. Grenndarkynnt verður fyrir eigendum að lóðunum Flekkudalsvegi 11 L125985, Flekkudalsvegi 13 L125979, Eyjatúni 20 L211598, Eyjatúni 22 L211600 og Eyjatúni 24 L211602.
    Byggingarfulltrúi hefur stöðvað framkvæmdir.
    Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd vekur athygli á að byggingarfulltrúa er heimilt að leggja á stjórnvaldssekt á framkvæmdir sem eru byggingarleyfisskyldar án þess að hafa fengið byggingarleyfi skv. 9. gr. laga um mannvirki 160/2010.



    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 24 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir umsóknina og er sammála um að falla frá grenndarkynningu sbr. 3.mgr.44.gr Skipulagslaga 123/2010, enda liggi allar meginforsendur fyrir í aðalskipulagi. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist , sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 24 Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd bendir á að skv. bókun 3. fundar Skipulags- umhverfis og samgöngunefndar þann 28. september 2023 kemur fram að við stofnun nýrra lóða á þessu svæði þurfi að liggja fyrir deiliskipulag. Bókun fundar Sveitarstjórn lítur svo á að nefndin hafi hafnað erindinu í heild sinni og staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 24 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að taka erindið til skoðunar innan vinnu við yfirstandandi endurskoðun aðalskipulags Kjósarhrepps 2017-2029. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og vísar erindinu til vinnu við endurskoðun aðalskipulags Kjósarhrepps.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 24 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd gerir ekki athugasemd og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stækkunina með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki þinglýstra eigenda upprunalands. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 24 Skipulags-, umhverfis og samgöngunefnd bendir á að fyrri bókun stendur hvað varðar stærð lóðar samkvæmt gildandi aðalskipulagi Kjósarhrepps. Að auki þarf að liggja fyrir staðbundið hættumat vegna ofanflóða til þess að erindið sé tekið til frekari skoðunar innan vinnu við yfirstandandi endurskoðun aðalskipulags Kjósarhrepps 2017-2029. Bókun fundar Sigurþór Ingi víkur af fundi við afgreiðslu nefndarinnar.
    Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinar og vísar erindinu til vinnu við endurskoðun aðalskipulags Kjósarhrepps.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 24 Bókun fundar Sigurþór Ingi kemur aftur inn á fundinn.
    Fundargerð lögð fram til kynningar.

2.Málstefna sveitarfélagsins Kjósarhrepps

2508010

Lögð er fram til staðfestingar tillaga að Málstefnu Kjósarhrepps.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða málstefnu Kjósarhrepps og felur sveitarstjóra að birta reglurnar á heimasíðu sveitarfélagsins.

3.Samþykkt um hreinsun rotþróa í Kjósarhreppi

2508002

Lögð er fram til fyrri umræðu tillaga að Samþykkt um hreinsun rotþróa í Kjósarhreppi.
Sveitarstjórn vísar Samþykkt um hreinsun rotþróa í Kjósarhreppi til síðari umræðu.
Samþykkt samhljóða.

4.Reglur um frístundastyrk í Kjósarhreppi

2508003

Lögð er fram tillaga að uppfærðum reglum um frístundastyrk í Kjósarhreppi
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagðar reglur um frístundastyrk og felur sveitarstjóra að birta þær á heimasíðu sveitarfélagsins.
Þórarinn yfirgefur fundinn.

5.Reglur um heimgreiðslur til foreldra

2508005

Lögð er fram tillaga að uppfærðum reglum um heimgreiðslur til foreldra.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagðar reglur um heimgreiðslur og felur sveitarstjóra að birta þær á heimasíðu sveitarfélagsins.
Þóra víkur af fundi

6.Reglur um niðurgreiðslu tónlistarnáms utan lögheimilissveitarfélags.

2508019

Lögð er fram tillaga að reglum um niðurgreiðslu tónlistarnáms utan lögheimilissveitarfélags.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagðar reglur um niðurgreiðslu tónlistarnáms utan lögheimilissveitarfélags og felur sveitarstjóra að birta þær á heimasíðu sveitarfélagsins.
Þóra kemur aftur inná fundinn.

7.Reglur um úthlutun Samfélagsstyrkja í Kjósarhreppi

2508006

Lögð er fram tillaga að uppfærðum reglum um úthlutun samfélagsstyrkja í Kjósarhreppi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagðar reglur um úthlutun samfélagsstyrks og felur sveitarstjóra að birta þær á heimasíðu sveitarfélagsins.

8.Reglur um náms- og ferðastyrki til framhaldsskólanema

2508007

Lögð er fram tillaga að uppfærðum reglum um ferðastyrki til framhaldsnáms.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagðar reglur um Náms- og ferðastyrki til framhaldsskólanema og felur sveitarstjóra að birta þær á heimasíðu sveitarfélagsins.

9.Reglur um skólaakstur

2508029

Lögð er fram tillaga að uppfærðum reglum um skólaakstur.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.
Samþykkt samhljóða.
Þóra víkur af fundi.

10.Umsókn um greiðslu vegna tónlistarnáms utan lögheimilissveitarfélags

2508023

Lögð er fram umsókn um greiðslu tónlistarnáms utan lögheimilis.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða umsóknina.
Þóra kemur aftur inn á fundinn.

11.Umsókn um greiðslur vegna námsvistar utan lögheimilis-Grunnskólar

2507005

Lögð er fram umsókn um greiðslur námsvistar í grunnskóla fyrir utan lögheimilissveitarfélag.
Sveitarstjórn hafnar erindinu og vísar í rökstuðning í bréfi sem forsjáraðilar hafa fengið sent.
Bókun samþykkt samhljóða.

12.Umsókn um greiðslur vegna námsvistar utan lögheimilis-Grunnskólar

2508016

Lögð er fram umsókn um greiðslur námsvistar í grunnskóla fyrir utan lögheimilissveitarfélag.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindið.

13.Frávikagreining fjárhagsáætlunar 2025

2505001

Lögð er fram frávikagreining rekstrar við fjárhagsáætlun vegna fyrstu sex mánaða ársins 2025.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við niðurstöður frávikagreiningarinnar og þakkar sveitarstjóra.
Bókun samþykkt samhljóða.

14.Styrkbeiðni til Kjósarhrepps frá félagi fósturforeldra

2508022

Lögð er fram til umfjöllunar styrkbeiðni frá Félagi fósturforeldra.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita Félagi fósturforeldra styrk að upphæð 25.000 kr.

15.Erindi frá Jóni Agli Unndórssyni varðandi niðurfellingu á sorpgjöldum á óbyggðarlóðir

2508032

Lagt er fram erindi frá Jóni Agli Unndórssyni um niðurfellingu sorpgjalda á óbyggðar lóðir í hans eigu í Kjósarhreppi.
Óbyggðar lóðir í Kjósarhreppi eru margar og þjóna misjöfnum tilgangi. Í Kjósarhreppi eru á fjórða hundrað óbyggðar lóðir og ómögulegt fyrir sveitarfélagið að fylgjast með því sem fram fer þar. Alla jafna berst ýmis úrgangur frá mjög mörgum af þessum lóðum á grenndarstöðvar, m.a. vegna stöðu hjólhýsa, óskráðra skúra, ræktunar eða annarrar viðveru á lóðunum. Sveitarstjórn telur gjaldið vera hóflegt og að ekki sé tilefni til að fella niður umrætt sorpgjald.
Sú úrgangsþjónusta sem sveitarfélög veita telst til grunnþjónustu og eru sveitarfélög bundin af því að sinna henni. Þjónusta af þessu tagi þarf að vera í föstum skorðum og má ekki falla niður þó að einhverjir fasteigna- og lóðaeigendur nýti sér hana ekki. Til þess að sveitarfélögin geti haldið uppi þjónustu verða fasteigna- og lóðaeigendur að greiða þau sorpgjöld sem sveitarstjórn ákveður.
Bókun samþykkt samhljóða.

16.Fundagerð 196. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands

2508031

Fundargerð lögð fram til kynningar.

17.Fundargerð 610. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

2508030

Fundargerð lögð fram til kynningar.

18.Fundargerð 88, fundar stjórnar Kjósarveitna ehf

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið.