Fara í efni

Sveitarstjórn

311. fundur 05. nóvember 2025 kl. 16:00 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Jóhanna Hreinsdóttir (JH) oddviti
  • Sigurþór Ingi Sigurðsson (SIS) nefndarmaður
  • Jón Þorgeir Sigurðsson (JÞS) nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson (ÞJ) nefndarmaður
  • Þóra Jónsdóttir (ÞJ) nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá
Sigurþór situr fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Ragnheiður Þorgrímsdóttir kemur inná fundinn.

1.Erindi til sveitarstjórnar Kjósarhrepps frá Ragnheiði Þorgrímsdóttur.

2510028

Tekið er fyrir erindi frá Ragnheiði Þorgrímsdóttur frá Kúludalsá í Hvalfjarðarsveit. Í erindinu óskar hún eftir stuðningi sveitarstjórnar Kjósarhrepps við að krefjast þess af yfirvöldum að sett verði á laggirnar óháð umhverfisvöktun vegna stóriðju á Grundartanga og að losun flúors og brennisteins verði takmörkuð við þol búfjár og búvöruframleiðslu. Ragnheiður óskar eftir að fá að koma inná fundinn og fylgja málinu eftir.
Sveitarstjórn Kjósarhrepps tekur undir með Ragnheiði Þorgrímsdóttur í erindi til Kjósarhrepps dags. 24. október 2025, er varðar flúorálag og aðra mengun frá iðjuverum á Grundartanga og mikilvægi þess að tryggja nákvæma og trúverðuga vöktun á umhverfisáhrifum starfseminnar.
Kjósarhreppur er umhverfisvænt og sjálfbært sveitarfélag þar sem landbúnaður, ferðaþjónusta og náttúrugæði skipa lykilstöðu. Til að verja þessa mikilvægu hagsmuni og tryggja velferð búfjár, gæði matvælaframleiðslu og heilbrigða náttúru, leggur sveitarstjórnin áherslu á eftirfarandi:

1.
Að umhverfisvöktun á Grundartanga verði óháð, fagleg og framkvæmd af aðilum sem ekki hafa hagsmuni af starfsemi iðjuveranna. Slík vöktun þarf að ná til flúors, brennisteinssambanda og annarrar hugsanlegrar mengunar og byggjast á gagnsæjum og aðgengilegum gögnum.

2.Að skráning og framsetning mengunargilda sé markviss og endurspegli raunverulega dreifingu og sveiflur í losun. Meðal annars skal tryggja að hættulegir toppar glatist ekki í meðaltölum og að vöktun nái yfir allt árið.

3.Að losunarheimildir flúors og brennisteins taki mið af hagsmunum landbúnaðar og vísindalegum rannsóknum á þolmörkum búfjár, manna og náttúru. Kjósarhreppur styður þá kröfu að þessi þolmörk verði endurskoðuð og styrkt með frekari rannsóknum.

4. Að sveitarfélög í nágrenni Hvalfjarðar standi saman um kröfur til stjórnvalda og iðjuvera.

Sameiginlegar aðgerðir eru nauðsynlegar til að tryggja heilnæmt umhverfi, ábyrga auðlindanýtingu og framtíðaröryggi búskapar og ferðaþjónustu á svæðinu.
Sveitarstjórn Kjósarhrepps tekur því undir erindi Ragnheiðar og lýsir vilja sínum til að fylgja málinu eftir gagnvart viðeigandi stjórnvöldum og stofnunum. Jafnframt er óskað eftir að viðkomandi aðilar tryggi strax að vöktun verði sjálfstæð, gagnsæ og í samræmi við alþjóðlega bestu framkvæmd.

Jóhanna, Þóra, Sigurþór og Þórarinn samþykkja ályktunina, Jón Þorgeir situr hjá.
Ragnheiður Þorgrímsdóttir yfirgefur fundinn.

2.Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 26

2510002F

  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 26 Skipulags- umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að byggingarfulltrúa verði falið að afgreiða byggingarheimild þar sem grenndarkynning hefur þegar farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 án athugasemda. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • 2.2 2510018 Berjabraut 12 DSK
    Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 26 Skipulags- umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan fái málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og grenndarkynnt verði fyrir Berjabraut 14, L199293 og Berjabraut 10, L199289. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 26 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir tillöguna með fyrirvara um að settur verði inn texti í deiliskipulag um að ekki verði heimiluð uppbygging á nýju svæði fyrr en ný vegtenging hefur verið lögð. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd í samræmi við 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 26 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd gerir ekki athugasemd og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun annars fasteignanúmers á lóðinni. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 26 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir umsóknina og er sammála um að falla frá grenndarkynningu sbr. 3.mgr.44.gr Skipulagslaga 123/2010, enda liggi allar meginforsendur fyrir í aðalskipulagi. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist , sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
    Vakin er athygli á því að samkvæmt grein 57 í mannvirkjalögum getur Byggingarfulltrúi lagt á stjórnvaldssektir á einstakling sem hefur framkvæmd sem er byggingarleyfisskyld án þess að hafa fengið byggingarleyfi.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 26 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild til niðurrifs.
    Leyfið er háð því að allt efni sem farga þarf verði flokkað og komið á viðurkenndan urðunarstað í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar, mannvirkjalaga og annarra laga og reglugerða sem við eiga. Tilkynna skal leyfisveitanda þegar niðurrifi er lokið.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 26 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 26 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir umsóknina og er sammála um að falla frá grenndarkynningu sbr. 3.mgr.44.gr Skipulagslaga 123/2010, enda liggi allar meginforsendur fyrir í aðalskipulagi. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarleyfi þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 26 Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 26 Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 26 Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 26 Lagt fram til kynningar.

3.Fjárhagsáætlun Kjósarhrepps 2026-2029.

2506017

Lögð er fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun Kjósarhrepps fyrir árin 2026-2029.
Fjárhagsáætlun vísað til síðari umræðu.

4.Samþykkt um hreinsun fráveitumannvirkja í Kjósarhreppi.

2508002

Lögð er fram til staðfestingar við síðari umræðu samþykkt um hreinsun fráveitumannvirkja í Kjósarhreppi.
Sveitarstjórn staðfestir samþykktina og felur sveitarstjóra að fá staðfestingu Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og auglýsa hana í B-hluta Stjórnartíðinda.
Samþykkt samhljóða.

5.Gjaldskrá fyrir hreinsun rotþróa í Kjósarhreppi.

2508001

Lögð er fram til staðfestingar gjaldskrá fyrir hreinsun fráveitumannvirkja í Kjósarhreppi.
Sveitarstjórn staðfestir gjaldskrána og felur sveitarstjóra að auglýsa hana í B-hluta Stjórnartíðinda.
Samþykkt samhljóða.

6.Gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs í Kjósarhreppi 2026.

2510013

Lögð er fram til staðfestingar gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs í Kjósarhreppi.
Sveitarstjórn staðfestir gjaldskránna og felur sveitarstjóra að auglýsa hana í B-hluta Stjórnartíðinda.
Samþykkt samhljóða.

7.Gjaldskrá vegna útgáfu byggingarheimilda, byggingarleyfa og þjónustu byggingarfulltrúa.

2412006

Lögð er fram til staðfestingar gjaldskrá vegna útgáfu byggingarheimilda, byggingarleyfa og þjónustu byggingarfulltrúa.
Sveitarstjórn staðfestir gjaldskránna og felur sveitarstjóra að auglýsa hana í B-hluta Stjórnartíðinda.
Samþykkt samhljóða.

8.Gjaldskrá vegna skipulagsmála. lóðamála og framkvæmdaleyfa.

2412005

Lögð er fram til staðfestingar gjaldskrá vegna skipulagsmála. lóðamála og framkvæmdaleyfa.
Sveitarstjórn staðfestir gjaldskránna og felur sveitarstjóra að auglýsa hana í B-hluta Stjórnartíðinda.
Samþykkt samhljóða.

9.Umsókn um breytingu á frístundalóð í íbúðarhúsalóð.

2510014

Lögð er fram beiðni frá eigendum lóðar úr landi Morastaða (frístundalóð), þar sem óskað er eftir að skráningu lóðarinnar verði breytt í íbúðarhúsalóð.
Sveitarstjórn leggur til að gerð verði úttekt á húsi á umræddri lóð með tilliti til skilyrða byggingarreglugerðar til íbúðarhúsnæðis. Standist húsið þær kröfur sem gerðar eru til íbúðarhúsnæðis tekur sveitarstjórn málið fyrir aftur.
Samþykkt samhljóða.

10.Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II - C, minna gistiheimili.

2510017

Lögð er fram umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II að Stömpum 25 í Kjós. Umsækjandi er Rekstur og ráðgjöf slf.
Rekstur gistiheimilis á frístundalóð samræmist ekki aðalskipulagi Kjósarhrepps, því hafnar sveitarstjórn beiðninni.
Samþykkt samhljóða.

11.Fundargerð 198. fundar Heilbrigðinefndar Vesturlands, ásamt greinargerð og fjárhagsáætlun 2026 til staðfestingar.

2510026

Fundargerð 198. fundar Heilbrigðinefndar Vesturlands, ásamt greinargerð og fjárhagsáætlun 2026 lögð fram til staðfestingar.
Sveitarstjórn staðfestir fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2026.

12.Fundargerð 197.og 198 fundar heilbrigðisnefndar Vesturlands.

13.Fundargerðir 985. og 986. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

14.Fundargerðir 615. og 616. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

2510030

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

15.Vinnustofa um lögheimili í frístundabyggð

2510024

Lagt fram til kynningar.

16.Æskulýðsskýrsla Hestamannafélagsins Adams

2510029

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.