Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 28
2512003F
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 28 Leyfið er háð því að allt efni sem farga þarf verði flokkað og komið á viðurkenndan urðunarstað í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar, mannvirkjalaga og annara laga og reglugerða sem við á . Tilkynna skal leyfisveitanda þegar niðurrifi er lokið. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 28 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir samhljóða og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðarinnar með fyrirvara um samþykki þinglýsts eiganda upprunalands. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 28 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir samhljóða og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðarinnar með fyrirvara um að kvaðir verði settar á landeigninar Holt L200724 að hindra ekki aðgengi að Kríuhól og kvöð á landið Kríuhól að hindra ekki aðgengi að Árbakka L125912. Einnig þarf að liggja fyrir samþykki þinglýsts eiganda upprunalands. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 28 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir samhljóða og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðarinnar með fyrirvara um samþykki þinglýsts eiganda upprunalands. Kvöð er á nýrri landeign Grænhóll að hindra ekki aðkomu að Blönduholts sumarhúsahverfinu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
-
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 28 Bókun fundar Fundargerð lögð fram til kynningar.
2.Húsnæðisáætlun Kjósarhrepps 2026
2512014
Lögð er fram til staðfestingar Húsnæðisáætlun Kjósarhrepps 2026.
Húsnæðiáætlun samþykkt samhljóða.
3.Landeldi í Hvalfirði - 28.000 tonna eldi á ári.
2601006
Lögð er fram til staðfestingar umsögn Kjósarhrepps vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar "landeldis" í Hvalfirði. Sveitarstjórn Kjósarhrepps gerir verulegar athugasemdir við vinnu við umhverfismatsskýrslu og telur í engu tekið tillit til hagsmuna Kjósarhrepps. Sveitarstjórn gerir einnig alvarlegar athugasemdir við áætlanir framkvæmdaaðila, sjá nánar í gögnum fundarins.
Umsögnin er samþykkt samhljóða.
4.Endurskoðun aðalskipulags Kjósarhrepps
2310018
Lögð er fram tillaga að endurskoðun Aðalskipulags Kjósarhrepps 2024-2036. Tillagan samanstendur af greinargerð aðalskipulags, forsendum og umhverfisskýrslu og sveitarfélagsuppdrætti í mælikvarðanum 1:50.000.
Tillagan var forkynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga frá 14.11.2025 til 12.12.2025 og einnig kynnt á íbúafundi sem haldinn var í Ásgarði þann 14.10.2025.
Sveitarstjórn samþykkir að senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar, í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn samþykkir að senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar, í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
Þórarinn yfirgefur fundinn.
5.Umsókn um styrk frá ME félagi Íslands
2601007
Lögð er fram umsókn um styrk fyrir gerð fræðsluefnis, frá ME félagi Íslands.
Sveitarstjórn samþykkir að veita Me félagi Íslands 50.000 kr. styrk.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
6.Umsókn um styrk frá Hreysitsmiðjunni
2601012
Lögð er fram umsókn um styrk frá Hreystimiðstöðinni vegna endurnýjunnar á æfingatækjum.
Sveitarstjórn samþykkir að veita Hreystismiðjunni styrk að upphæð 50.000 kr.
Samykkt samhljóða.
Samykkt samhljóða.
7.Fundargerð 620. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
2601004
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
8.fundargerðir 990. og 991. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
2601005
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 17:00.
Mál nr.
2601006 Umsókn um styrk frá ME félagi Íslands.
2601012 Umsókn um styrk frá hreystismiðjunni.