Fara í efni

Tillaga að deiliskipulagi í landi Flekkudals

Deila frétt:
Deiliskipulagstillaga Flekkudal
Deiliskipulagstillaga Flekkudal

Kjósarhreppur auglýsir skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Flekkudalur í Kjósarhreppi - Deiliskipulag

Deiliskipulagslýsingu má finna hér

Samþykkt var í sveitarstjórn Kjósarhrepps 5. nóvember 2019 að auglýsa tillögu deiliskipulags í landi Flekkudals í Kjósarhreppi.
Skipulagssvæðið er um 4 ha að stærð og tekur til fimm frístundalóða á frístundasvæðinu F4b, við vestanvert Meðalfellsvatn, í landi Flekkudals í Kjósarhreppi.

Deiliskipulagið felur m.a. í sér að afmarka og skilgreina byggingareiti fyrir lóðirnar; Flekkudalur 9, 10, 11, 12 og 13, ásamt því að gera grein fyrir aðkomuvegi.

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis í anddyri hreppsskrifstofu  Kjósarhrepps í Ásgarði frá og með föstudeginum 15. nóvember 2019 til og með 31. desember 2019.  Tillögurnar verða jafnframt birtar á heimasíðu Kjósarhrepps, kjos.is.    Athugasemdir eða ábendingar vegna deiliskipulagstillögunnar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 31. desember 2019.  Póstlagðar athugasemdir berist á skrifstofu Kjósarhrepps að Ásgarði Kjós, 276 Mosfellsbæ, eða með tölvupósti á netfangið  skipulag@kjos.is