Fara í efni

Sveitarstjórn

306. fundur 04. júní 2025 kl. 16:00 - 17:40 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Jóhanna Hreinsdóttir (JH) oddviti
  • Sigurþór Ingi Sigurðsson (SIS) nefndarmaður
  • Jón Þorgeir Sigurðsson (JÞS) nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson (ÞJ) nefndarmaður
  • Þóra Jónsdóttir (ÞJ) nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá
Oddviti leitar frábrigða og óskar eftir að taka eftirfarandi mál á dagskrá:

Mál nr: 2506006 Samkomulag við landeigendur um viðhald og endurnýjun girðinga í Kjósarhreppi með tilliti til umferðaröryggis, verður liður nr. 9 í fundargerð.

Mál nr. 2309038 Girðingar í Kjósarhreppi - umferðaröryggi, verður liður nr. 10 í fundargerð.

1.Fjölskyldu- og menningarnefnd - 9

2505002F

  • 1.1 2505016 17. júní 2025
    Fjölskyldu- og menningarnefnd - 9 Dagskrá fyrir hátíðahöld við Ásgarð skipulögð og verkefnum deilt á nefndarmenn. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 1.2 2505017 Kátt í Kjós 2025
    Fjölskyldu- og menningarnefnd - 9 Dagskrá fyrir hátíðahöld skipulögð og verkefnum deilt á nefndarmenn. Bókun fundar Lagt fram til kynningar

2.Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 22

2505004F

  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 22 Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 22 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið með fyrirvara um uppfærðar teikningar í samræmi við umsókn um byggingu mhl 01 122,6 m2 og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 22 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd frestar málinu og felur verkefnastjóra að óska eftir frekari gögnum og vekur athyggli á að í aðalskipulagi er getið til um stærð íbúðarhúsa sé að hámarki 650 m2. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 22 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir umsóknina og er sammála um að falla frá grenndarkynningu sbr. 3.mgr.44.gr Skipulagslaga 123/2010, enda liggi allar meginforsendur fyrir í aðalskipulagi. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist , sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 22 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðarinnar með fyrirvara um að fyrir liggi undirrituð merkjalýsing lóðarinnar. Bókun fundar Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins, þar sem ekki liggur fyrir í fyrirliggjandi gögnum með skýrum hætti hver er eigandi lóðarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 22 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd hafnar umsókn þar sem lóðin uppfyllir ekki kröfur aðalskipulags um stærðir íbúðarhúsalóða. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 22 Skipulags-, umhverfis og samgöngunefnd mælist til þess við sveitarstjórn að staðfangi verði breytt í Meðalfellsvegur 50 og stofnað verði sérheitið Hulduhlíð. Nefndin hafnar umsókn um breytingu á skráningu lóðar þar sem lóðin uppfyllir ekki kröfur aðalskipulags um stærðir íbúðarhúsalóða. Bókun fundar SIS víkur af fundi

    Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

    SIS víkur af fundi.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 22 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Bókun fundar Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins vegna formgalla á umsókninni.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 22 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Fundargerð lögð fram til kynningar.

3.Beiðni um námsvist í tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags 2025-2026

2505026

Lögð er fram beiðni um námsvist og greiðslu kennslukostnaðar í tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags nemanda fyrir Garðar Hinriksson.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða beiðnina.

4.Beiðni frá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur um leyfi til að halda hjólreiðakeppni í Kjósinni.

2505027

Lögð er fram beiðni frá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur um leyfi til að halda hjólreiðakeppni í Kjósinni eins og undanfarin ár.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að keppnin verði haldin samkvæmt uppgefnum upplýsingum, að því gefnu að veghaldarar þ.e. Vegagerðin hafi gefið leyfi áður en keppnin fer fram.

5.Breyting á skipan í Fjölskyldu- og menningarnefnd

2504016

Arna Grétarsdóttir aðalmaður fyrir Þ-lista hefur sagt sig frá nefndarstörfum vegna flutnings úr sveitarfélaginu, í hennar stað tilnefnir Þ-listinn Elvar Gunnarsson.



A-listi tilnefnir Brynju Laxdal sem þriðja varamann.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða ofangreindar tilnefningar.

6.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða. Samningur um styrk, verknúmer 25-0018

2506001

Lagður er fram til staðfestingar samningur um styrk , verknúmer 25-0018, við Framkvæmdasjóð ferðamannastaða um hönnun stíga og útsýnispalls við Þórufoss.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða samninginn og felur sveitarstjóra og skrifa undir samninginn.

7.Skipulagning áfangastaðarins Þórufoss í Kjós

2505032

Vegna fyrirhugaðra skipulagningar á svæðinu við Þórufoss sem miðast að því að tryggja öryggi ferðamanna sem sækja fossinn heim, var leitað til Sei arkitekta vegna reynslu þeirra af hönnun sambærilegra viðfangsefna. Fyrir liggur tilboð í hugmyndavinnu og deiliskipulag af áfangastað við Þórufoss.
Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboðið og felur sveitarstjórn að skrifa undir samning.

8.Verðáætlun í vinnu við Ærslabelg

2505033

Lögð er fram verðáætlun í vinnu við að setja niður Ærslabelg frá Hjalta Sigurbjörnssyni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka tilboðinu.

9.Samkomulag við landeigendur um viðhald og endurnýjun girðinga í Kjósarhreppi með tilliti til umferðaröryggis.

2506006

Kjósarhreppur tekur að sér að sinna viðhaldi girðinga meðfram tengivegum þar sem sveitarstjórn telur umferðaröryggi ógnað vegna búfjár. Er sérstök áhersla lögð á girðingar sem búfénaður er hafður á beit við. Með þessu færist réttur sem landeigandi kann að eiga samkvæmt gildandi lögum á hverjum tíma á hendur Vegagerðinni varðandi þátttöku í viðhaldskostnaði girðinga, yfir til sveitarfélagsins, sjá nánar núgildandi reglugerð nr. 930/2012 með síðari breytingum, sbr. 52. og 58. gr. vegalaga nr. 80/2007.

Samkomulag þetta gildir ótímabundið um árlegt viðhald girðinga. Hvor aðila um sig getur sagt upp samkomulaginu með a.m.k. 3ja mánaða fyrirvara miðað við að uppsögn taki gildi um áramót.

Sigurþór, Jóhanna, Þóra og Jón Þorgeir samþykkja samkomulagið við landeigendur, Þórarinn situr hjá.

10.Girðingar í Kjósarhreppi - umferðaröryggi

2309038

Sveitarstórn setti á laggirnar girðingarnefnd haustið 2023. Hennar hlutverk var að skrásetja ástand girðinga meðfram helstu vegum í Kjósinni með tilliti til umferðaröryggis. Nefndin skilaði af sér stöðuskýrslu vorið 2024. Á grundvelli hennar er nú lagt til að sveitarstjórn taki yfir viðhald þessara girðinga til að tryggja stöðugt og markvisst viðhald. Þetta er gert með þeim fyrirvara að viðkomandi landeigendur afsali sér rétti sem landeigandi kann að hafa á hverjum tíma á hendur Vegagerðinni varðandi þátttöku í viðhaldskostnaði girðinga til sveitarfélagsins, sjá nánar í núgildandi reglugerð nr. 930/2012 með síðari breytingum, sbr. 52. og 58. gr. vegalaga nr. 80/2007. Fyrsti áfangi í verkefninu er að endurnýja og bæta girðingu frá Hvalfjarðarvegi upp fyrir Vindáshlíð, norðan vegar. Lagt er fram tilboð í þá vinnu frá Bjarna Kristófer til staðfestingar.
Sigurþór, Jóhanna, Þóra og Jón Þorgeir samþykkja samkomulagið við landeigendur, Þórarinn situr hjá.

11.Fundargerð 138. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins

2505029

Fundargerð lögð fram til kynningar.

12.Fundargerð 606. og 607. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

2505030

Fundargerð lögð fram til kynningar.

13.Fundargerðir 977. til 979. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

14.Fundargerð 195. fundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.

2506002

Fundargerð lögð fram til kynningar.

15.Fundargerð Aðalfundar Veiðifélags Laxár í Kjós 2025.

2506004

Fundargerð lögð fram til kynningar.

16.Rannsóknir Rastar sjávarrannsóknarsetur í Hvalfirði

2501011

Mál lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn óskar að bókað verði að hún lýsir yfir ánægju með ákvörðun Utanríkisráðuneytisins um að hafna erindi Rastar. Sveitarstórn telur mjög mikilvægt að standa vörð um þá náttúruparadís sem Hvalfjörðurinn er og verja hann fyrir allri ásókn í tilraunir í Hvalfirðinum sem mögulega ógna tilveru hans og allri uppbyggingu mengandi iðnaðar.
Samþykkt samhljóða

Fundi slitið - kl. 17:40.