Fara í efni

Sveitarstjórn

310. fundur 01. október 2025 kl. 16:00 - 18:30 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Jóhanna Hreinsdóttir (JH) oddviti
  • Sigurþór Ingi Sigurðsson (SIS) nefndarmaður
  • Jón Þorgeir Sigurðsson (JÞS) nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson (ÞJ) nefndarmaður
  • Þóra Jónsdóttir (ÞJ) nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá
Oddviti leitar frávika og óskar eftir að setja eftirtalin mál á dagskrá:

Mál nr. 2408013 Sameignarland Flekkudals L126038 og Grjóteyrar L126053.

Mál nr. 2509046 Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2025-2028.

Mál nr. 2510001 Fyrirhugaður kynningarfundur á vinnslutillögu endurskoðaðs Aðalskipulags Kjósarhrepps.

Samþykkt samhljóða.

1.Fjölskyldu- og menningarnefnd - 10

2509002F

Lagt fram til kynningar.
  • Fjölskyldu- og menningarnefnd - 10 17. juní tókst ljómandi vel, en það færi vel á því að reisa tjald fyrir andlitsmálun og svið fyrir viðburði.

    Kátt í Kjós.
    Uppfæra bílastæðin til betri vegar, reisa tjald fyrir markaðinn. Kaffihlaðborð í húsinu. Samræma timsetningu á hestum og opnun kirkjunar.
  • Fjölskyldu- og menningarnefnd - 10 Litlu jól fyrir börnin verða haldin 28 nóvember.(Sigrún)ath. með að fá veiðihúsið, fá jólasvein (Brynja) börnin fá pakka og fl.

    jólamarkaður verður haldinn 6. des, bjóða uppá ristaðar möndlur og tónlistaratriði.

    Þrettándabrenna umræður bíða til næsta fundar.

2.Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 25

2509003F

  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 25 Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að fresta málinu og felur verkefnastjóra að ræða við umsækjanda varðandi lagfæringar á skipulagsuppdrætti og greinargerð. Einnig þarf að leggja fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi fyrir Sandslund 17. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 25 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að staðfesta merkjalýsingu með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki þinglýsts eiganda allra lóða og farið verði í deiliskipulagsgerð fyrir svæðið sem nær til lóðanna Sandslundur 15, 15A, 27, 28, 28A, 28B. Bókun fundar Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 25 Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillögu byggingarfulltrúa um að beita stjórnvaldssektum í málinu, sbr. 57. gr. a laga nr. 160/2010 um mannvirki, til að knýja fram úrbætur. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 25 Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
Axel Jóhannsson, kemur inná fundinn.

3.Lán frá Lánasjóð sveitarfélaga til Kjósarveitna.

2509017

Tekin er fyrir ábyrgð Kjósarhrepps vegna lánsumsóknar Kjósarveitna að fjárhaæð 120 mill. kr. frá Lánasjóði sveitarfélaga.
Sveitarstjórn Kjósarhrepps samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Kjósarveitna ehf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 120.000.000,- í samræmi við lánsumsókn í vinnslu hjá Lánasjóðnum. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Þá hefur sveitarstjórn kynnt sér gildandi græna umgjörð Lánasjóðsins og samþykkir að ráðstöfun lánsins falli að henni.

Er lánið tekið til virkjunar á á nýrri vinnsluholu MV25 í landi veitunar á Möðruvöllum sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Kjósarveitna ehf. til að selja ekki eignarhlut sinn til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt.

Fari svo að sveitarfélagið selji eignarhlut sinn til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.

Jafnframt er Þorbjörgu Gísladóttur, 010263-4339, sveitarsjóra Kjósarhrepps veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Kjósarhrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða.
Axel Jóhannsson, yfirgefur fundinn.

4.Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2025-2028

2509046

Lagður er fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2025-2028, vegna láns til Kjósarveitna frá Lánasjóði sveitarfélaga.
Samþykkt samhljóða.

5.Sameignarland Flekkudals L126038 og Grjóteyrar L126053.

2408013

Lögð er fram til staðfestingar merkjalýsing fyrir sameignarland Flekkudals L126038 og Grjóteyrar L126053 í Torfadal og Flekkudal í Kjósarhreppi. Landið er ein heild í óskiptri eigu beggja landeigna.
Samþykkt samhljóða.

6.Beiðni um fjárstuðning frá Stígamótum.

2509004

Árlega leita Stígamót til allra sveitarstjórna landsins og óska eftir fjárstuðningi. Öll þjónusta brotaþola er þeim að kostnaðarlausu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita 100.000 kr. til Stígamóta.

7.Beiðni um fjárstuðning frá Bjarkarhlíð- miðstöð fyrir þolendur ofbeldis.

2509033

Óskað er eftir að Kjósahreppur styrki starfsemi Bjarkarhlíðar og líti á miðstöðina sem mikilvæga viðbót við þá þjónustu sem sveitarfélagið getur boðið íbúum sínum sem hafa orðið fyrir ofbeldi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita 100.000 kr. til Bjarkarhlíðar.

8.Uppsögn á leigusamning um Félagsgarð.

2509018

Kjósin ehf. segir upp leigusamning um Félagsgarð, uppsögnin tekur gildi 1.október 2026.
Sveitarstjórn samþykkir uppsögn samningsins. Sveitarstjórn þakkar leigutaka fyrir ánægjulegt og farsælt samstarf.

9.Reglur um tekjutengdan afslátt af fasteignaskatti til elli-og örorkuþega.

2508009

Lagðar eru fram til staðfestingar endurskoðaðar reglur um tekjutengdan afslátt af fasteignaskatti til elli- og örorkuþega.
Sveitarstjórn samþykkir reglurnar samhljóða.

10.Tillaga að fjárhagsáætlun Svæðisskipulagsnefndar 2026 og starfsáætlun jan. til jún. 2026 til samþykktar.

2509043

Lagðar eru fram til staðfestingar fjárhagsáætlun Svæðisskipulagsnefndar ásamt starfsáætlun nefndarinnar janúar til júní 2025.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fjárhags og starfsáætlun svæðisskipulagsnefndar fyrir árið 2026.

11.Fyrirhugaður kynningarfundur á vinnslutillögu endurskoðaðs Aðalskipulags Kjósarhrepps

2510001

Lagt er til að kynningarfundur á vinnslutillögu endurskoðaðs Aðalskipulags Kjósahrepps verði haldinn í Ásgarði þriðjudaginn 14. október kl. 17:30.
Samþykkt samhljóða.

12.Umsókn um Samfélagsstyrk (haust) vegna hrútasýningar í Kjós haustið 2025.

2509034

Lögð er fram umsókn um Samfélagsstyrk frá Sauðfjárræktarfélaginu Kjós vegna árlegrar hrútasýningar. Óskað er eftir 120. 138 kr.
Samþykkt samhljóða.

13.Umókn um Samfélagsstyrk (Haust)vegna árlegrar skötuveislu í Félagsgarði.

2509044

Sótt er um Samfélagsstyrk vegna árlegrar skötuveislu sem haldin er í Félgasgarði. Sótt er um 200.000 kr.
Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

14.Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II - C, minna gistiheimili.

2509040

Lögð er fram umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II - C, minna gistiheimili að Berjabraut 6, í Kjós. Umsækjandi er Gassinn ehf.
Rekstur gistiheimilis á frístundalóð samræmist ekki aðalskipulagi Kjósarhrepps, því hafnar sveitarstjórn beiðninni.
Samþykkt samhljóða.

15.Brunavarnaráætlun SHS til staðfestingar.

2509039

Brunavarnar áætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram til staðfestingar.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða brunavarnaráætlun slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

16.Álagning gjalda 2026 og aðrar forsendur fjárhagsáætunar.

2508011

Tekin er til umfjöllunar og ákvörðunar álagning gjalda og aðrar forsendur fjárhagsáætlunar 2026.
Álagning fasteignaskatts í Kjósarhreppi 2026
Fasteignagjöld skiptast á níu gjalddaga frá 1. mars til 1. nóvember. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 40.000 er gjalddagi þeirra 1. mars.

Sveitarstjórn samþykkir að álögð fasteignagjöld í Kjósarhreppi 2026 verði með eftirfarandi hætti.
Fasteignaskattur:


A-flokkur
0,28 % af fasteignamati húss og lóðar
B-flokkur
1,32 % af fasteignamati húss og lóðar
C-flokkur
0,85 % af fasteignamati húss og lóðar

Afsláttur af fasteignaskatti hjá elli- og örorkulífeyrisþegum í Kjósarhreppi
Fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði í eigu tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega í Kjósarhreppi, sem þeir nýta sjálfir og eiga þar lögheimili, skal lækkaður eða felldur niður samkvæmt heimild í 4. mgr. 5.gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
Veittur verður afsláttur af fasteignaskatti til elli- og örorkulífeyrisþega, sem eiga lögheimili í og eru þinglýstir eigendur viðkomandi fasteignar. Miðast afslátturinn við eftirfarandi tekjumörk liðins árs, sbr. álagningu skattstjóra.

Tekjutengdur afsláttur elli- og örorkuþega álagningarárið 2026

Sjá nánar um afslætti til elli- og örorkuþega í viðhnegi með fundargerð og á heimasíðu sveitarfélagsins.

Reglur um tekjutengdan afslátt af fasteignaskatti hjá elli- og örorkulífeyrisþegum í Kjósarhreppi má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.

Heimgreiðslur til foreldra ungbarna
Heimgreiðsla til foreldra ungbarna verður frá 1. janúar 2026 kr. 150.000-

Náms- og ferðastyrkur framhaldsskólanema.
Náms- og ferðastyrkur framhaldsskólanema verður frá 1. janúar 2026 - kr. 70.000-

Frístundastyrkir
Styrkur kr. 80.000 fyrir allt skólaárið, fyrir aldurshópinn 6-18 ára.
Styrkur kr. 35.000 fyrir allt skólaárið, fyrir aldurshópinn 3-5 ára.

Eftirtaldar gjaldskrár hækka frá 1. janúar 2026 samkvæmt áætlaðir verðlagsvísitölu Hagstofu Íslands fyrir árið 2026 í október 2025.


Dagforeldrar- Börn eldri en 13 mánaða.

Dagforeldrar ? Börn yngri en 13 mánaða.

Eftirtaldar gjaldskrár eru gefnar út af Reykjavíkurborg og hækka frá 1. janúar 2026 samkvæmt ákvörðun borgarstjórnar

Gjaldskrá Klébergsskóla
Gjaldskrá leikskólans Bergs
Gjaldskrá tónlistarskólans á Kjalarnesi
Frístundaheimili eftir skóla

Sveitarstjórn samþykkir tillögu að álagningu gjalda fyrir árið 2026 samhljóða.

17.Fundargerðir 611. til 614. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

2509035

Fundargerð lögð fram til kynningar.

18.Fundargerð 140. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.

2509036

Fundargerð lögð fram til kynningar.

19.Fundargerð 89. fundar stjórnar Kjósarveitna.

2509037

Fundargerð lögð fram til kynningar.
Sveitarstjórn Kjósarhrepps samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Kjósarveitna ehf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 120.000.000,- í samræmi við lánsumsókn í vinnslu hjá Lánasjóðnum. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Þá hefur sveitarstjórn kynnt sér gildandi græna umgjörð Lánasjóðsins og samþykkir að ráðstöfun lánsins falli að henni.
Er lánið tekið til virkjunar á á nýrri vinnsluholu MV25 í landi veitunar á Möðruvöllum sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Kjósarveitna ehf. til að selja ekki eignarhlut sinn til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt.
Fari svo að sveitarfélagið selji eignarhlut sinn til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.
Jafnframt er Þorbjörgu Gísladóttur, 010263-4339, sveitarsjóra Kjósarhrepps veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Kjósarhrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

20.Fundargerðir 983. og 984. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Karl Magnús Kristjánsson, kemur inná fundinn.

21.Uppbygging Fossárréttar.

2509010

Lagt fram til kynningar.
Karl Magnús kynnir framkvæmd við endurbyggingu Fossárréttar. Sveitarstjórn þakkar Karli Magnúsi fyrir kynninguna og frábært framtak við undirbúning og framkvæmt enduruppbygginar réttarinnar.
Karl Magnús Kristjánsson, yfirgaefur fundinn.

Fundi slitið - kl. 18:30.