Fara í efni

Sveitarstjórn

313. fundur 03. desember 2025 kl. 16:00 - 17:45 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Jóhanna Hreinsdóttir (JH) oddviti
  • Sigurþór Ingi Sigurðsson (SIS) nefndarmaður
  • Jón Þorgeir Sigurðsson (JÞS) nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson (ÞJ) nefndarmaður
  • Þóra Jónsdóttir (ÞJ) nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 27

2511004F

  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 27 Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 1. Mgr. 41. Gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 27 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd fellur frá fyrra skilyrði og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja hjálagða merkjalýsingu með fyrirvara um samþykki þinglýstra eiganda lóðanna og aðliggjandi lóða. Nefndin bendir jafnframt á að notkun lóðanna helst óbreytt og snertir ekki landamerki aðliggjandi lóða. Nefndin hvetur þó landeigendur til að deiliskipuleggja svæðið. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 27 Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd bendir á að breyting á að stærð lóðarinnar kallar á breytingu á gildandi deiliskipulagi þar sem ekki er samræmi á milli nýrrar stærðar lóðarinnar og uppgefinnar stærðar í gildandi deiliskipulagi. Nefndin felur Verkefnastjóra að ræða við umsóknaraðila um gerð deiliskipulagsbreytingar. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 27 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd gerir ekki athugasemd og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðarinnar með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki þinglýstra eiganda upprunalands. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 27 Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd hvetur íbúa og aðra hagsmunaaðila í Kjósarhreppi til að kynna sér tillöguna og gera athugasemdir ef einhverjar eru. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 27 Bókun fundar Fundargerð lögð fram til kynningar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 27 Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

2.Fjölskyldu- og menningarnefnd - 11

2511003F

  • Fjölskyldu- og menningarnefnd - 11 Ákveðið að halda þrettándagleði 6.jan í Félagsgarði.
    Brenna, stjörnuljós, jólasveinn og bjóða uppá pizzahlaðborð í lokin.

    Nánari skipulagning á jólamarkaði og fyrirhugaðri fjölskyldusamveru á aðventu.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

3.Fjárhagsáætlun Kjósarhrepps 2026-2029.

2506017

Tekin er til síðari umræðu fjárhagsáætlun Kjósarhrepps fyrir árið 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029.

Áætlað er að heildartekjur fyrir A- og B-hluta á árinu 2026 verði 661.5 m.kr. og að áætluð rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir verði 512.9 m.kr. Jákvæð rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði er áætluð um 120.3 m.kr. Fjármagnsliðir eru áætlaðir neikvæðir sem nemur 33.4 m.kr., áætlað er að rekstrarniðurstaða ársins 2026, að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða verði jákvæð um 86.8 m.kr.

Heildareignir samstæðunnar eru áætlaðar 1.291.9 ma.kr. í árslok 2026. Eigið fé 617.1. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 642.0 m.kr. þar af eru skuldir A-hluta 120 m.kr. Gert er ráð fyrir að eigið fé og skuldir í árslok verði 1.259.1 m.kr.

Áætluð fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum er 125 m.kr.,fjárfestingin er að mestu vegna bygginagr á áhaldahúsi á Möðruvöllum og svo vegna áframhaldandi uppbygginar á hitaveitunni vegna nýrrar borholu.

Handbært fé í árslok er áætlað 242.9 m.kr.



Sveitarstjórn staðfestir við síðari umræðu fjárhagsáætlun 2026-2029 og þakkar sveitarstjóra, framkvæmdastjóra hitaveitunnar og starfsfólki fyrir vel unnin störf við áætlunargerðina.

4.Uppbygging Fossárréttar.

2509010

Í fyrri tíð voru tvær steinhlaðnar skilaréttir í Kjósarhreppi. Einnig voru allmargar réttir sem einn eða fleiri bæir notuðu. Önnur skilaréttin var í suðurhlíð Meðalfells og þjónaði fjárskilum sunnan Laxár í Kjós. Hún var eyðilögð eftir að notkun lauk með því að hleðslugrjótið var fjarlægt. Hin réttin er Fossárrétt í Kálfadal við hlið fossinn, sem hefur nafnið Foss í Fossá.

Fossárréttin hefur varðveist að mestu leiti þar sem ekki hefur verið fjarlægt grjót úr henni svo vitað, sé þótt tíminn og skortur á viðhaldi hafi haft sín eyðileggjandi áhrif.

Lagt er til að Kjósarhreppur gangi til samstarfs við áhugahóp um endurgerð Fossárrettar og Landbúnaðarháskólann að Hvanneyri og leggi verkefninu til allt að einni milljón kr. árlega á árunum 2026, 2027 og 2028 svo ljúka megi verkefninu,
Sveitarstjórn fagnar því að nú skuli eiga að endurreisa Fossárrétt og telur að með því sé verið að bjarga verðmætum menningarminjum. Sveitarstjórn samþykkir að veita allt að einni milljón árlega á árunum 2026, 2027 og 2028 til verksins og þakkar áhugahópnum fyrir framtakið. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi um verkefnið.

5.Umsókn um styrk frá ADHD samtökunum fta.

2511020

ADHD samtökin óska eftir stuðningi sveitarfélagsins við starfsemi sveitarfélagsins, óskað er eftir styrk að upphæð 100.000 kr. til 500.000 kr.
Sveitarstjórn getur ekki orðið við erindinu.
Samþykkt af Jóni Þorgeiri, Sigurþóri, Jóhönnu og Þórarni, Þóra situr hjá.

6.Starfs- og fjárhagsáætlun SSH ásamt fundargerð aðalfundar.

2511025

Lögð er fram til staðfestingar starfs- og fjárhagsáætlun SSH fyrir árið 2026.
Samþykkt samhljóða.

7.Ábyrgðaryfirlýsing vegna húsaleigusamninga.

2511027

Lagt er til að leigjendur sem fá greidda fjárhagsaðstoð geti sótt um ábyrgðaryfirlýsingu frá Kjósarhreppi. Það sama gildir í þeim tilfellum sem umsækjandi hefur ekki fengið fjárhagsaðstoð til framfærslu í mánuðinum sem sótt er um og í mánuðinum á undan, en hefur til langs tíma glímt við umfangsmikinn húsnæðisvanda, mikla félagslega erfiðleika og verið í þjónustu velferðarsviðs Mosfellsbæjar (Kjósarhrepps). Ábyrgðaryfirlýsingin felur í sér að Kjósarhreppur ábyrgist greiðslu tryggingar fyrir því að leigjandi standi við skyldur sínar samkvæmt þinglýstum húsaleigusamningi.
Ábyrgðaryfirlýsingin hljóðar svo:
Heimilt er að gefa út ábyrgðaryfirlýsingu til tryggingar húsaleigu að hámarki 600.000 kr. til þeirra sem fengið hafa fjárhagsaðstoð til framfærslu samkvæmt reglum þessum í mánuðinum sem sótt er um og í mánuðinum á undan. Það sama gildir í þeim tilfellum sem umsækjandi hefur ekki fengið fjárhagsaðstoð til framfærslu samkvæmt reglum þessum í mánuðinum sem sótt er um og í mánuðinum á undan, en hefur til langs tíma glímt við umfangsmikinn húsnæðisvanda, mikla félagslega erfiðleika og verið í þjónustu velferðarsviðs Mosfellsbæjar. Umsækjandi skal leggja fram staðfestingu á því að eiga ekki möguleika á fyrirgreiðslu í banka, hjá Leiguvernd eða sambærilegum aðilum. Staðfesting þess efnis skal liggja fyrir. Húsaleigusamningur til að minnsta kosti sex mánaða þarf að liggja fyrir og hann skráður í leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Verði gengið að ábyrgðaryfirlýsingu samkvæmt reglum þessum skal greiða þá upphæð sem um ræðir samkvæmt umsókn beint til leigusala og krefja umsækjanda um greiðslu ábyrgðar. Heimilt er að breyta kröfu um endurgreiðslu umsækjanda í lán. Aðstoð samkvæmt þessu ákvæði skal að hámarki veitt einu sinni á 12 mánaða tímabili.“
Sveitarstjórn samþykkir ábyrgðaryfirlýsinguna samhljóða.

8.Fundargerðir 90., 91. og 92. fundi stjórnar Kjósarveitna.

9.Fundargerðir 987. og 988. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2511024

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

10.Fundargerðir 617. og 618. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

2511026

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

11.Áskoranir og hvatning frá þingi UMFÍ.

2511023

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:45.