Fara í efni

Auglýsing á breytingu á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur, Kjósarhreppi

Deila frétt:
Breyting á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur
Breyting á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur

Kjósarhreppur auglýsir skv. 41. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breyting á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur, Kjósarhreppi

Deiliskipulagslýsingu má finna hér:
Greinargerð
Yfirlitsuppdráttur
Séruppdráttur

Samþykkt var í sveitarstjórn Kjósarhrepps 10. mars 2020, að auglýsa deiliskipulagstillöguna, deiliskipulaginu: “Hvammur og Hvammsvík”, sem samþykkt var 28. ágúst 2000.

Breytingasvæðið nær yfir um 2,8 ha svæði í landi Hvammsvíkur í Hvalfirði. Fyrirhugað er að byggja heitar sjóbaðslaugar og tilheyrandi aðstöðu fyrir gesti baðanna, svo sem búningsaðstöðu fyrir allt að 70 manns, veitingasölu og bílastæði fyrir um 50 bíla og 2-3 hópferðabíla.

Skipulagslýsing vegna breytingarinnar hefur hlotið afgreiðslu í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis í anddyri hreppsskrifstofu  Kjósarhrepps í Ásgarði frá og með 13. mars 2020 til 30. apríl 2020.  Tillögurnar verða jafnframt birtar á heimasíðu Kjósarhrepps, kjos.is.    

Athugasemdir eða ábendingar vegna deiliskipulagstillögunnar  skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 30. apríl 2020.  Póstlagðar athugasemdir berist á skrifstofu Kjósarhrepps að Ásgarði Kjós, 276 Mosfellsbæ, eða með tölvupósti á netfangið  skipulag@kjos.is

Kjósarhreppur  11.03 2020
Sigurður H. Ólafsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps