Fara í efni

Fréttir af byggingar- og skipulagsmálum

Bygginga- og skipulagsmál

Samþykkt á óverulegri breytingu aðalskipulags Kjósarhrepps 2017-2029

Sveitarstjórn Kjósarhrepps samþykkti 30. mars 2022 tillögu á breytingu Aðalskipulags Kjósarhrepps 2017-2029 og telur að um óverulega breytingu aðalskipulags sé að ræða, sbr. 2. mgr. 36. gr. Skipulagslaga. þ.e. einungis er gerð textabreyting og að skilmálum fyrir frístundabyggðina F4a sé breytt, en uppdráttur helst óbreyttur.
Bygginga- og skipulagsmál

Kjósarhreppur auglýsir skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 - Deiliskipulag Hvítaness, Kjósarhreppi

Sveitarstjórn Kjósarhrepps samþykkt þann 30. mars 2022 að auglýsa deiliskipulagstillögu á neðri hluta jarðarinnar Hvítanes í Kjósarhreppi, dags. 2.3.2022, í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að sækja um undanþágu frá grein 5.3.2.14. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 varðandi fjarlægðar mannvirkja nær vötnum ám eða sjó en 50 m.
Bygginga- og skipulagsmál

Kjósarhreppur auglýsir skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sandslundur - Deiliskipulag

Um er að ræða deiliskipulag fyrir svæði sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði í gildandi Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029. Skipulagssvæðið er um 11 ha og liggur milli Sandsár norðanverðrar og vestan við aðkomuveg að Sandi. Innan svæðisins eru 6 lóðir, uppbygging er hafin á tveimur lóðum og fjórar lóðir eru óbyggðar. Land skipulagssvæðis er fremur flatt og að hluta til á ræktuðum túnum.