Undanfarna mánuði hefur Kjósarhreppur verið í átaki er varðar öryggis- og lokaúttektir fasteigna. Þetta er m.a. gert með hag íbúa í huga varðandi ábyrgðir og öryggi, sem og að fasteignir fái rétt brunabótamat ef eitthvað fer úrskeiðis.
Aurora fiskeldi og EFLA munu halda kynningarfund á Hótel Laxárbakka í Hvalfjarðarsveit miðvikudaginn 17. desember n.k kl. 17:30
Kynning á niðurstöðum umhverfismats er hluti af umhverfismatsferli og mikilvægur liður í að hagaðilar og almenningur hafi vettvang til að kynna sér helstu niðurstöður og koma sjónarmiðum sínum á framfæri.